Hátíðardagur lýðræðis

Það er frostfagur vetrardagur tæpum 92 árum eftir að Íslendingar fengu fullveldi þegar við göngum loks að kjörborðinu og veljum okkur fólk til að setja okkur sjálf grunnlög. Þetta er hátíðardagur fyrir lýðræði á Íslandi og ég vona að sem flestir njóti hans og mæti á kjörstað.

Þátttaka í kosningum utan kjörfundar var mjög góð síðustu dagana sem gefur vonir um að á heildina verði kosningaþátttakan góð þrátt fyrir talsverðar úrtöluraddir um að þingið sé óþarfi og bruðl. Og hvað telst svo góð kjörsókn? 

Undir 50% kjörsókn eru mikil vonbrigði og draga úr trúverðuleika þingsins - það væri sigur fyrir fúla kallinn sem frambjóðendurnir hafa verið að biðja almenning að hlusta ekki á.

Yfir 60% kjörsókn er gott í ljósi þess að hér er um algert nýmæli að ræða og mörgum finnst þetta flólkið fyrirkomulag að hafa eitt atkvæði en geta samt í reynd valið allt að 24 varamenn. 67% kjörsókn væri mjög góð og það sem ég vonast til að verði reyndin því þá sendur góður meirihluti að baki störfum þess.

Svo ég skunda nú bjartsýnn á kjörstað með minni fjölskyldu - með 5867 í efsta sæti en 24 aðra frambjóðendur til vara Wink


mbl.is Kosning hófst almennt kl. 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð nú bara að játa að þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ uppl.um hvað málið snýst,þ.e til hvers þetta sjórnlagaþing er.Engin kynning hefur verið á þessu fyrir okkur útlendingana(bý í Noregi) né hvenær þessi kosning á yfirleitt að fara fram.Sennilega ekki gert ráð fyrir að við munum koma aftur.

josef smari asmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Nei Jósef því miður held ég að kynning gagnvart þeim mikla fjölda sem býr erlendis hafi nær engin verið. Reyndar byrjaði kynning á þessum kosningum alltof seint að mínu mati - en kannski þess meiri krafturinn núna síðustu dagana. En það nýtist illa þeim sem þurfa að koma atkvæðinu sínu erlendis frá til Íslands.

Voru annars tölur í dag um fjölda brottfluttra frá Íslandi og þar var Noregur á toppnum. Vona nú samt að umhverfið hér batni þannig að þeir sem það vilja eigi kost á að snúa aftur heim í lífvænlegt umhverfi þar sem er bæði atvinna og félagslegt öryggi.

Ágúst Hjörtur , 27.11.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband