Svona vinnubrögð kalla á viðbrögð forseta þingsins
Miðvikudagur, 19. janúar 2011
Þar sem ég þekki til er myndefni úr öryggismyndavélum geymt í ákveðinn tíma og síðan eytt sjálfkrafa ef ekki er ástæða til að geyma það. Átök og stympingar eins og urðu í andyri og á þingpöllum þennan dag þætti yfirleitt næg ástæða til að geyma efnið - og sér í lagi ef það væri kært til lögreglu.
Hér hefur starfsmaður þingsins upp á sitt einsdæmi ákveðið að eyða öllu nema völdum bút. EF hann hefur ákveðið þetta algerlega sjálfur á skrifstofustjóri Alþingis að áminna hann og fara vel yfir hvort efnisleg rök séu til að segja honum upp störfum. EF hann hefur ekki verið einn í ráðum á forseti Alþingis að kalla skrifstofustjóra þingsins á teppið. Komi í ljós að skrifstofustjórinn hafi haft hönd í bagga með þessari óeðlilegu og óúrskýrðu útþurkun þá á hann sjálfur að sæta áminningu og víkja ber honum úr starfi á meðan þetta mál er rannsakað.
Það er nefnilega oftast þannig að ef menn eru að eyða gögnum þá er það til marks um að þeir hafa eitthvað að fela. Þar sem starfsmenn Alþingis eru einmitt það, starfsmenn þingsins og starfa á ábyrgð þess er mikilvægt að forseti Alþingis skýri hver ber ábyrgð á því að þessum gögnum var eytt og þeir sem það gera taki þeim afleiðingum sem eru við hæfi. Hér með er skorað á Ástu R. Jóhannesdóttur að gera það nú þegar.
Aðeins bútur til af myndskeiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
148. grein hegningarlaga:
Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. …2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
Birna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.