Enn ein rós í hnappagat CCP
Miðvikudagur, 19. janúar 2011
Ég teysti því að einhver starfsmaður CCP hafi það verkefni með höndum að skrá þær viðurkenningar og verðlaun sem EVE Online leikurinn og fyrirtækið hafa fengið ... því ég er búinn að missa tölu á þeim þótt ég fylgist af athygli með fréttaflutningi af þessu skemmtilega fyrirtæki. En þótt fréttir eins og þessi fari bráðum að verða hversdagslegar þá eru þær síður en svo sjálfsagðar því samkeppnin á þessum markaði er mjög hörð. Merkilegt einnig að spilarar hafi valið leikinn sem frumlegasta leikinn - þótt hann sé búinn að vera í gangi í nokkur ár. Það sýnir vel sérstöðu leiksins, þar sem sífellt er verið að kynna til sögunnar nýjungjar og þróa leikinn áfram um leið og byggt er á þeim grunni að það eru í raun spilararnir sjálfir sem ráða ferðinni.
Svo það er full ástæða til að óska CCP til hamingju með þessa tilnefningu og minna á hversu mikil Íslandskynning felst í leiknum þar sem allir nota ISK í sínum viðskiptum og koma síðan stormandi til Íslands í hundraðavís á hverju ári. Það hefur jákvæð áhrif á hina raunverulegu krónu.
EVE Online frumlegasti leikur ársins 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.