Til hamingu vetnisfólk !

Það er full ástæða til að óska bæði stjórnvöldum og þeim sem hafa staðið í stafni í tilraunverkefnum um vetnisvæðingu á Íslandi til hamingju með þann samning sem kynntur var í dag. Með samningnum er verið að tryggja áframhald á merkilegu brautryðjendastari sem Íslensk NýOrka hefur unnið á undanförum árum.

Ísland hefur mjög haft sig í frammi á þessum vettvangi og markað sér stöðu sem land sem rekur sterkan áróður fyrir vetnisvæðingu og ætlar sér stóra hluti í innleiðingu um leið og tæknin er fáanleg. Eins og gagnrýnendur hafa bent á, þá er vetnisframleiðsla ekki ennþá hagkvæm, sé aðeins litið á heimsmarkaðsverð á olíu og því dreifikerfi sem veröldin býr við. En sé litið á umhverfiskostnaðinn, þá fer vetnið að verða æ álitlegri kostur. Við búum að auki við þau forrétindi hér á Íslandi af hafa efni á að framleiða vetni jafnvel þótt eitthvað skorti á hagkvæmnina, því við eigum nóg af endurnýjanlegri orku sem við getum nýtt til að búa til vetni. Okkar vandi er sá að tæknin er enn vanburða og ekki hefur verið hægt að fá vetnisfarartæki; þau hafa verið dýr og markaðurinn fyrr þau er enn of lítill. Við erum því háð því að erlendir aðilar taki við sér og fari að framleiða vetnisbíla.

Reykvíkingar eru orðnir vanir því að sjá vetnisstrætisvagnana. Nú á að bæta um betur og setja af stað 20-30 bílaflota hér. Vonandi verða ekki mörg ár þangað til það verða hundruðir vetnisbíla á götum borgarinnar. Þá getum við gengið í það verkefni að fara að breyta einhverjum að þeim altof mörgu bensínstöðvum sem verið er að halda áfram að reisa - þótt allir viðurkenni að þær séu þegar of margar - í vetnisstöðvar. Og vonandi líður ekki heldur á of löngu þar til búið verður að endurskipuleggja allar opinberar greiðslur fyrir orkunotkun og maður hefur efni á að fá sér vetnisbíl. Ég hlakka til þess dags!


mbl.is Ríkið setur 225 milljónir í vetnisverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.