Til hamingju Lýður !
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
... með að segja sannleikann. Vona bara að bæði forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hafi verið að hlusta og taki mark á Lýð. Þetta var allt eitt alsherjar fíaskó síðasta sumar; hvernig staðið var að ákvörðuninni og veiðunum, hvernig brugðist var við fullkomlega fyrirsjáanlegri fjölmiðlaumfjöllun og hvernig menn reyna svo að réttlæta vitleysuna með því að auðvitað muni þetta kjöt seljast. Það skiptir engu máli í þessu samhengi að við höfum rétt fyrir okkur - það er allt í lagi að veiða eitthvað úr hvalastofninum og við höfum til þess fullan rétt sem fullvalda þjóð. En aðrar þjóðir hafa líka fullan rétt á að hafa sínar skoðanir, lítt ígrundaðar sem þær kunna að vera. Í þessu máli verða minni hagsmunir að víkja fyrir meiri hagsmunum.
Hvalveiðarnar eru fíaskó og skattur ætti að vera 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.