Til hamingju Kristinn - og (ó)Frjálslyndir !
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Þá er einum liðsmanninum - og kjósandanum - færra í Framsóknarflokknum og sjálfsagt að óska Kristni til hamingju með það að hafa loksins gert upp hug sinn og farið úr flokknum sem ekki vildi hann sökum þess hve ódæll hann var. Getur sjálfsagt sagt eins og Margrét um daginn: "Það var ekki ég sem yfirgaf flokkinn, heldur flokkurinn sem yfirgaf mig."
En (ó)Frjálslyndum bætist nýr og öflugur liðsauki, sem ugglaust verður hampað. Maður sér fyrir sér ráðherraefnin hrannast upp: Addi Kidda Gau verður sjávarútvegsráðherraefni, Magnús varaformaður verður dómsmálaráðherraefni og fær kannski forræði yfir bæði útlendingaeftirliti og landhelgisgæslunni, Jón Magnússon verður félagsmálaráðherraefni flokksins og kemst þar í neytendamálefnin og þá hlýtur Kristinn H. Gunnarsson að vera kandidat í iðnaðarráðuneytið og fá loks að ráða byggðamálunum.
Það verður gaman í stjórnarmyndunarviðræðum í vor ef (ó)Frjálslyndir komast í þá oddaaðstöðu að geta haft úrslitaáhrif á það hvort núverandi stjórnarandstöðuflokkar mynda ríkisstjórn.
Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.