Húmorslaus ofstopaþjóð?

Er í lagi með fólk sem bregst svo illa við bráðskemmtilegri háðsádeilu bandarísks prófessors á fáránlega utanríkisstefnu Bandaríkjanna ... að það hringir í manninn til að hundskamma hann og sendir í tölvupósti fúkkyrði og jafnvel beinar morðhótanir? Nei, ég held ekki. Ég get bara vonað að þetta stafi af vel þekktu fljótræði Íslendinga sem gáfu sér ekki tíma til að lesa fréttina og héldu að blessaður maðurinn væri að leggja þetta til í alvörunni. Ég vona líka að hvatirnar hafi ekki verið þær að rísa svona hressilega upp til varnar fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna - ef það er tilfellið þá hefur mótast hér ofstopafull fylgispekt við núverandi Bandaríkjastjórn sem ég hef áhyggjur af.

... en líklega á maður bara að brosa að þessu öllum saman; háðið var beitt og gott hjá prófessornum og sönnun þess liggur í hinum hörðu viðbrögðum húmorslausra og hörundsárra Íslendinga.

 


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er byrjaður að skammast sín fyrir að vera Íslendingur...

axel (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Tek undir þessum orðum

Gunnsteinn Þórisson, 10.4.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sammála Ágúst, þetta eru fáránleg viðbrögð. Það fáránlega við þetta er að margir virðast segjast "við vitum svo sem að þetta er háðsádeila, en samt er þetta móðgun! Í alvöru. Svo er auðvitað ótrúleg "landkynning" af þessum viðbrögðum.

Guðmundur Auðunsson, 10.4.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.