Only in USA?
Mánudagur, 16. apríl 2007
Sem háskólaborgari og manneskja er ég harmi sleginn og get vart ímyndað mér þá skelfingu sem svona atburður er. Samkvæmt fréttum var fólki stillt upp og það skotið eins og um aftöku væri að ræða. Ungt fólk mestmegnis sem mætti í skólann þann daginn til að fræðast og taka þátt í samfélagi þar sem einu átökin eru átök hugmyndanna og einu sárin sem menn hljóta eru álitshnekkir og sært sjálfsálit. Ungt fólk sem með réttu átti sér einskis ills von og framtíðina fyrir sér.
Um leið læðast að manni óþægilegar spurningar. Fyrir nokkrum árum hefði ég kannski fullyrt að svona nokkuð gæti bara gerst í Bandaríkjunum. Ásamt mörgum öðrum horfði ég á Bowling for Columbine og fannst hún áhrifamikil birtingarmynd á mjög djúpstæðri þverstæðu í bandarískri þjóðarsál - sjálfsagt meðal annars vegna þess að ég bjó um nokkurra ára skeið í Kanada. Ég er svosem ennþá þeirrar skoðunar að það sé mjög margt að hjá bandarísku þjóðinni þar sem þúsundir manna deyja á hverju ári af skotsárum og þar sem hlutfallslegur fjöldi fanga er slíkur að ef hið sama væri upp á teningnum á Íslandi væri hér stór fangelsisbær með yfir 1.000 íbúa.
En nú set ég spurningamerki við þá fullyrðingu að svona lagað geti aðeins gerst í Bandaríkjunum. Þegar hefur komið upp tilfelli á Bretlandi. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en kannski er það bara spurning um tíma hvenær einhver í umhverfi sem stendur okkur miklu nær missir vitið og hefur aðföng og aðstæður til að vinna voðaverk og eins og unnið var í Virginíu í dag.
Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í Virginíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blacksburg í Virginíufylki, þar sem Virginia Polytechnic Institute & State University (Virginia Tech) er staðsettur, er einhver friðsælasti bær sem undirritaður hefur kynnst. Undirritaður stundaði verkfræðinám við fyrrgreindan háskóla í 4 ár. Lífið þar gengur einfaldlega út á lærdóm og rannsóknir og ofbeld er eins lítið í þessum bæ og hugsast getur. Bærinn er svo öruggur að maður hikar ekki við að ganga úti að næturlagi.
Það er því mikið áfall að fá þessar fréttir og ekki ætla ég mér að draga neinar ályktanir að svo stöddu. Virðist vera æðiskast einhvers sturlaðs manns.
Votta mínum gamla skóla og Blacksburg innilega samúð.
lifið heil
Sveinn
P.s. Sambærileg tilfelli hafa komið uppi ef mitt Gullfiskaminni bregst mér ekki í UK, Þýskalandi, Rússlandi, Kana (ekki svo langt síðan) og víðar. Þessi fantur í gær drap samt óvenjumarga með tveim skammbyssum skylst mér.
Sveinn Valdimar Ólafsson, 17.4.2007 kl. 00:34
Takk fyrir góða greiningu Ágúst á þessu og ekki sýst að standast þá freystingu að hella þér yfir Bush. Tek fram að hann er ekki vinsæll hjá mér þar sem honum hefur tekist að fá flestalla upp á móti USA sem er miður. Þar er margt gott að finna og Blacksburg er einn af þeim gimsteinum. Hef stundað nám í HÍ og Virginia Tech og báðar þessar menntastofnanir skilja eftir sín spor og reyndust mér vel.
Vil minnast hinna föllnu í Blacksburg sem og allra þeirra sem féllu í dag fyrir hendi ofbeldis hvar sem er í heiminum. Blacksburg stendur mína hjarta samt mjög nálægt af skiljanlegum ástæðum. Guð veri með þeim og öðrum fórnarlömbu ofbeldis og þeirra ástvinum.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 17.4.2007 kl. 00:44
Ég var búinn að gleyma að þetta væri þinn Alma mater, Sveinn. Hörmulegt alveg hreint og þú getur þá betur skilið en við hin hversu mikið áfall þetta er fyrir samfélagið þarna.
En eftir svona viðburði, verður ekki hjá því komist að nefna skotvopnin og löggjöfina um þau, eins og John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur þegar gert í fjölmiðlum. Afhverju eru hálf- og jafnvel alsjálfvirkar skammbyssur leyfilegar, yfirhöfuð sjálfvirk skotvopn. Ekki eru þau notuð til veiða, annarra en mannaveiða eins og áttu sér stað í gær.
Ágúst Hjörtur , 17.4.2007 kl. 09:16
Takk fyrir Ágúst
Er sjálfum illa við byssur nema í sérstökum afmörkuðum tilgangi....
Aftur í tengslum við þína pælingar í greininni þá kom þetta upp í hendur mér:
(Reuters) -- At least 33 people were killed at Virginia Tech Monday in the deadliest campus shooting in U.S. history, but such incidents have occurred at schools and universities elsewhere in the world. Here is a list of some from recent years:December 1989, Canada: Marc Lepine, 25, stormed Montreal's Ecole Polytechnique, killing 14 women. Four men and eight other women were injured before Lepine turned the gun on himself.March 1996, Britain: A gunman burst into an elementary school in Dunblane in Scotland and shot dead 16 children and their teacher before killing himself.March 1997, Yemen: A man with an assault rifle attacked hundreds of pupils at two schools in Sanaa, killing six children and two other people. He was sentenced to death the next day.June 2001, Japan: Mamoru Takuma, armed with a kitchen knife, entered the Ikeda Elementary School near Osaka and killed eight children. Takuma was executed in September 2004.February 2002, Germany: In Freising, in Bavaria, a former student thrown out of trade school shot three people before killing himself. Another teacher was injured.April 26, 2002, Germany: In Erfurt, eastern Germany, a former student opened fire at a high school in revenge for being expelled. A total of 18 people died, including the assailant.September 2004, Russia: At least 326 hostages -- half of them children -- died in a chaotic storming of a school in Beslan after it was seized by rebels demanding Chechen independence
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 17.4.2007 kl. 09:25
Sæll Ágúst. Ég vil taka undir með Sveini vini mínum og þakka þér góðan pistil. Þannig er að ég heimsótti Svein í Blacksburg fyrir tæpum 20 árum og fékk örlitla tilfinningu fyrir umhverfinu. Þetta var rólegheita bær og maður á bágt með að trúa því að slík voðaverk geti gerst á svona stað. Einhvernvegin kemur Los Angeles eða álíka borgir alltaf upp í hugann þegar slíkir atburðir henda. Ég var síðan sjáflur í námi í Boulder í Colorado sem er líka rólegur háskólabær en ekki fjarri voru framin álíka voðaverk í barnaskóla ekki fyrir löngu. Það var líka áfall þs mannlífið í Colorado er alla jafna rólegt og fólk lifir í sátt og samlindi. Miklu síðar, nánar tiltekið haustið 2003 var ég um tíma í Montreal vegna vinnu. Þá bjó ég handan við götuna frá Dawson College þar sem ódæði var framið 13 september á síðasta ári. Það var líka friðsælt umhverfi. Ég held að slíkir atburðir geti gerst hvar sem er, jafnvel hér á landi þó ég voni svo sannarlega að svo verði aldre.
Kveðja
Þröstur Guðmundsson
Þröstur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:58
Takk fyrir þetta Sveinn og Þröstur ... eins og samantektin hjá Reuters sýnir, þá er niðurstaðan í þessum pælingum okkar víst sú að þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum. Þetta getur gerst hvar sem er. En því "betur" sem menn eru vopnum búnir, því meiri skaða geta þeir valdið.
Ágúst Hjörtur , 17.4.2007 kl. 10:10
Takk aftur Ágúst fyrir vandaða umfjöllun hjá þér.
Ég stefni á að fara til Blacksburg sem fyrst. Það er frábær staður.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 17.4.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.