Til hamingju Þorsteinn Ingi!
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
"Upphefðin kemur að utan" er stundum sagt og það á svo sannarlega við um margt sem snýr að vetnismálunum. Þorsteinn Ingi hefur um árabil verið óþreytandi í rannsóknum og ekki síður áróðri fyrir vetnissamfélaginu. Hann hefur á síðustu árum verið einskonar vetnissendiherra okkar á erlendri grund þar sem hann hefur kynnt hugmyndir okkar og hugsjónir um vetnissamfélag á Íslandi um miðja þessa öld. Þetta skiptir okkur meginmáli, því við munum ekki vetnisvæða Ísland nema stórir alþjóðlegir aðilar taki vel við sér og hefji framleiðslu á samgöngutækjum og þrói geymslutækni og innviði. Við erum hins vegar með kjöraðstæður til að bjóða upp á tilraunasamfélag, sem getur og hefur efni á að ganga feti framar en aðrar þjóðir í þessum efnum. Þetta verkefni hefur átt sér samnefnara í Íslenski nýorku sem hefur verið í framvarðarsveitinni með tilraunir og þróun.
Það var svo sannarlega kominn tími á hamingjuóskablogg - og hver betur að því kominn en Þorsteinn Ingi! Ég fyriri mitt leyti mun beita mér fyrir því að sett verði upp sérmerkt bílastæði hér við Tæknigarð, þar sem aðeins verður hægt að leggja vistvænum vetnisbílum.
Þorsteinn: Mun hugsanlega kaupa mér vetnisbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert rosa mikill krúttilingur á myndini hér efst til vinstri!
VARÐ bara að koma þessu á framfæri
Embla Ágústsdóttir, 19.4.2007 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.