Bjarni kveður Glitni með reisn

Strákslegur en ærlegur - þannig finnst mér að lýsa megi Bjarna Ármannssyni, þessu undrabarni íslensks fjármálamarkaðar sem hefur vaxið í takt við vöxt fjármálamarkaðarins hér. Hann var að sönnu afar ungur þegar hann tók við stjórnunarstörfum en þau hefur hann leyst vel af hendi. Glitnir - og forverar þess félags - hefur haft þá ímynd síðustu árin að vera traust félag; ekki alveg eins áhættusækið, eins og það heitir á fagmálinu, og KB banki en liprara og sneggra en Landsbankinn. Ímynd bankans er afar tengd forstjóranum og verkefni nýrra eigenda og stjórnenda verður að passa upp á að sú ímynd bíði ekki hnekki. Það kemur hins vegar ekkert á óvart hvernig um þetta er tilkynnt og að Bjarni sjálfur taki þátt í því og muni fylgja eftir þessum breytingum. Það er einhvern veginn í takt við karakterinn.

Þau skipti sem ég hef hitt Bjarna hefur hann komið mér fyrir sjónir sem hress, röskur og hreinskiptinn og hann hefur ekki legið á skoðunum sínum. Mig grunar reyndar að það leynist í honum svolítill kennari og þess vegna gæti leið hans allt eins legið inn á svið stjórnmálanna síðar meir. Líklega hefur hann haft þá ímynd meðal almennings að vera heiðarlegastur af þessara ungu bankastjóra sem ráða svo miklu um líf okkar og velgengi þessa dagana.

Þess vegna hef ég engar áhyggjur af Bjarna - en kannski pínulitar áhyggjur af bankanum; Bjarni mun eflaust fara á hestbak og gera eitthvað sitthvað áður en hann mun aftur láta að sér kveða í íslensku þjóðlífi. En hann mun skjóta upp kollinum í haust og eflaust koma okkur öllum á óvart með því hvar það verður.


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.