Íslandshraðlestin

152440225_58fdffafa0_mÞetta er mín tillaga að íslensku nafni á Iceland Express. Flaug með þeim síðdegis beint til Berlínar og leið eins og í hraðlest allan tímann. Var hæfilega seinn fyrir og því gekk ég beint að innritunarborðinu og þurfti ekkert að bíða. Nóg var skilvirknin í endurnýjarði flugstöð og búið að opna meiripartinn af henni núna. Ferðalagið til Berlínar gekk hratt og fumlaust fyrir sig og nákvæmlega á áætlun.  Það er eiginlega lúxus sem maður er orðinn óvanur að geta flogið beint á endanlegan áfangastað.

Alveg eins og hið gamla þjóðarstolt okkar Flugleiðir er tvítyngt og heitir bæði Flugleiðir og Icelandair, þá finnst mér að Iceland Express eigi að eiga líka íslenskt nafn - og það gæti vel verið Íslandshraðlestin. Það sem ég þekki til þeirra, þá standa þeir undir nafni. Ef ekki, þá blogga ég aftur um þá í lok mánaðrins, því ég þarf að fara þrjá skottúra núna í maí með Íslandshraðlestinni og borga jafn mikið fyrir þá alla eins og einn miða á Saga Class með Flugleiðum.

... svo segi ég eins og Kató gamli; að lokum finnst mér að Íslandshraðlestin ætti að hefja beint flug á Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Icelandair er í dag eina nafnið sem er notað.  Restina af Flugleiðanafninu er að finna í FL-Group.
Íslandshraðlestin - sko sem starfsmanni flugsins er það á hreinu að best er að halda flugvélum og lestum aðskildum í orðanotkun, það er svona meginregla sem má ekki brjóta, ok. 
Legg til: Íslandshraðflug

kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 10.5.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband