Ensemble - breytingar frammundan í Frakklandi

nicolas-sarkozySaman ... það var kjörorð Sarkozy í kosningabaráttunni og saman þeir kusu hann með nokkuð naumum meirihluta í kvöld - en meirihluta þó. Frakkland hefur valið sér nýja forseta sem telur að breytinga sé þörf.

"Það er bara eitt Frakkland" segir Sarkozy í fyrstu ræðu sinni eftir að hafa lýst yfir sigri. "Við verðum að sýna ímynd sameinaðs Frakklands. Ég mun verða forseti alls Frakklands - sameinaðs Frakklands. Allir verða að njóta viðriðingar. Í kvöld er blaði flett í sögu Frakklands, hér á torgi sigursins; ég mun ekki svíkja - ég hef lofað fullri atvinnu og ég mun reyna af fremsta megni að uppfylla það loforð. Frakkland hefur gefið mér allt - núna fæ ég tækifæri til að gefa til baka."

Sarkozy er meðvitaður um vandamálin sem Frakkland stendur frammi fyrir. Hann var innanríkisráðherra í látunum sem voru í úthverfum Parísar fyrir nokkrum misserum. Og hann hefur sagt að þörf sé á Nýju Frakklandi ... og við sem fyrir utan stöndum en höfum átt í samskiptum við Frakkland lengi getum ekki verið annað en sammála. Stóra spurningin er hvort frakkar sem völdu Sarkozy kannski af illri nauðsýn því þeir vissu að róttækra breytinga er þörf, geta sætt sig við hann.  Ef breytingar eiga að verða, þá þurfa Frakkar að breytast. Ekki bara forsetinn, heldur líka hinn almenni Frakki sem verður að samþykkja breytingar á ósveigjanleika hins franska kerfis og reglugerðarverks fransks atvinnulífs.

Bon voyage ... er við hæfi til frönsku þjóðarinnar sem þarf nú að leggja í ferðalag á vit nýrra tíma.  


mbl.is Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Óvenju hægrisinnaður í þetta skiptið! 

Kær Sjálfstæðiskveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 10.5.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband