Góðar fréttir
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Ég er sammála niðurstöðu formannanna að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. Nú er tími til að breyta. Nú er tími fyrir Þjóðarstjórn um þekkingarsamfélag, eins og ég sagði í síðasta bloggi. Ég treysti því að Geir og Ingibjörg Sólrún nái saman um meginatriðin á skömmum tíma. Nú reynir á Samfylkingarfólk að standa einhuga að baki sínum formanni og á þingflokkinn að veita formanninum fullt umboð til viðræðna. Nú er tækifæri fyrir þingflokkinn að ávinna sér traust sem kann að hafa skort, með því að ganga samstilltir inn í þessar viðræður.
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.