Bloggsyndugur

Bloggsyndugir eru þeir menn sem sem brjóta bloggorðin tíu. Eitt þeirra er á þá leið mönnum beri að blogga reglulega, helst daglega. Svo um leið og ég legg þetta nýyrði fram - játa ég bloggsyndir mínar. Annir eru ávalt góð afsökun og undanfarna daga hef ég verið upptekinn með einn áhugaverðan færeying í heimsókn sem kann margt fyrir sér í tækniyfirfærslu því að gera samninga um þekkingu sem þróuð er innan háskóla.

En kannski er það líka þannig að maður heldur bara niðri í sér andanum vegna stjórnarmyndunarviðræðan og treystir því að þær fari á allra besta veg. Ég heyri ekki betur en stuðningurinn við þessa stjórn verði mikill og fannst reyndar skondin sú kenning Fréttablaðsins að eina stjórnarandstaðan sem eitthvað mætti sín væri í Sjálfstæðisflokknum. Ég treysti því að hvað sem einstaklingum innan flokkanna líði þá verði þetta sterk og frjálslynd stjórn sem mun opna enn frekar íslenskt samfélag og ráðast í stórsókn á lykilsviðum framtíðarsamfélagsins. Svo meðan leiðtogarnir ræðast við ... gerum við hin fátt annað en krossa fingur og bíða og vona að fæðing Þingvallarstjórnarinnar gangi vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband