Blanda af heilbrigðri skynsemi, hugleysi og kemur svo hálfleikur?

Uppstokkunin sem gerð verður á stjórnarráðinu er athyglisverð og hið besta mál. Það er gott mál að sameina landbúnaðar- og sjávarútvegsmál og hálfur áfangi á þeirri leið að búa til eitt atvinnuvegaráðuneyti. Þá er ekki síður jákvætt að færa ferðamálin yfir í iðnaðarráðuneytið og verður það vonandi til þess að þau fá hærri sess og aukinn stuðning. Þá er það skynsamlegt að hafa viðskiptaráðuneytið sjálfstætt - en það verður þó til að byrja með minnsta ráðuneyti sem sögur fara af með bara 5 starfsmenn! En þar undir er allur fjármálageirinn, samkeppnismál og svo margt fleira sem verðskuldar mun meiri athygli heldur en það hefur fengið fram til þessa. Og velferðarráðuneyti er auðvitað ráðuneytið sem Samfylkingin átti að koma á laggirnar og fá lyklavöldin að.

En við val á ráðherraefnum beggja flokka sýnist mér að báðir formenn hafið blandað saman slatta af heilbrigðri skynsemi við svolítið hugleysi og kannski samningum á bak við tjöldin að það verði hálfleikur eftir tvö ár og þá verði hluta liðinu skipt út.

Ráðherralisti Samfylkingarinnar ber merki kynjafléttu og landsbyggðar og borgarfléttu. Ég er eflaust ekki einn um þá skoðun að tími Jóhönnu Sigurðar sé bæði kominn og farinn, en formaðurinn hefur ekki teyst sé til að ganga fram hjá þeim tveimur sem hafa raunverulega ráðherrareynslu. En kannski verður Jóhönnu gert kleyft að hætta með stæl á miðju kjörtímabili, sem ráðherra velferðarmála. Það vekur líka athygli að þriðji maður á lista í Kraganum verði ráðherra og þannig sé gengið fram hjá þeim sem ofar eru. Ég sé á bloggsíðum í kvöld að menn eru komnir með nýtt uppnefni á nafna minn Ágúst Greyið Ágústsson, en það er að ósekju; bæði hefði verið ótækt að hafa fjóra ráðherra úr Reykjavík og svo er hann bæði ungur og með ögn vafasama fortíð eins og ungum mönnum sæmir.

Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins kom meira á óvart - en ég þekki ekki Geir og kannski átti hann ekkert að koma á óvart. Þetta er ráðherralisti Davíðs Oddssonar, nema nú er Guðlaugur kominn nýr inn og smá breyting önnur hefður orðið. Var það ekki örugglega Illugi sem sást á Þingvöllum en ekki Davíð sjálfur? Ég hef litla trú á að þetta sé óskaráðherralisti Geirs eða flokksins; en þetta var kannski eini listinn sem hægt var að ná sátt um. Bara ein kona og bara einn ráðherra sem hættir! Þess vegna læðist að manni grunurinn um hálfleikinn - kannski Björn Bjarnason finni það upp hjá sjálfum sér að hætta á kjörtímabilinu og e.t.v. Einar sem nú verður talsmaður íslenska hestsins ekki síður en þosksins.

En á heildina litið verður þetta öflug ríkisstjórn með hæfilegri blöndu af reynsluboltum og nýliðum, körlum og konum, landsbyggðarfulltrúm og reykvíkingum og ungum og ekki-svo-ungum. Sem sagt - gangi ykkur vel!


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ágúst, hvernig getur þú verið ánægður með það að Samfylkingin fái minni völd en örflokkurinn Framsókn hafði í stjórn með íhaldinu? Ég skrifaði í gær að ég vildi gefa nýrri stjórn smá lífsrými í upphafi þar sem ég bjóst við uppstokkun. Enda taldi ég að Samfylkingin væri allt annað og kröftugra fyrir bæri en Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn (seinni ár) og kæmi því sterkari til leiks í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Svo er borðið á borð fyrir okkur það sama og áður nema Samfylkingin tekur við hlutverki Framsóknarflokksins sem íhaldshækja. Og í bónus þá fær Sjálfstæðisflokkurinn að komast með einkavæðingarkrumlur sínar í heilbrigðisráðuneytið í skiptum fyrir samgöngumál og lætur síðan eftir landbúnaðarráðuneytið sem Framsókn þó hafði. Í alvöru...

Guðmundur Auðunsson, 23.5.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband