Póstkort frá Írlandi

Sinn er siður í landi hverju. Maður lærir það alltaf betur og betur. Sit ráðstefnu hér í Ennis á Írlandi um svæðisbundna nýsköpun og rannsóknasamstarf, sem tengist verkefni sem við höfum verið að stýra og felur í sér aðstoð við Pólland og Lettland. Í gærkvöldi að lokinni formlegri dagskrá ætlaði ég að koma mér fyrir á hótelbarnum og fylgjast með kosningasjónvarpi - því í gær voru haldnar þingkostningar á Írlandi. En viti menn, ekkert kosningasjónvarp! Enginn spenningur, ekki einu sinni útgönguspár.

Írar eru pollrólegir þegar kemur að kosningum. Þeir safna saman kjörgögnum og byrja svo að telja þau í rólegheitunum daginn eftir. Og talningin er allt annað mál. Ég var rétt í þessu að koma frá því að horfa á sjálfa talninguna. Nei ekki í sjónvarpi, heldur sjálfa talninguna í þessu kjördæmi, því hún fer fram hér á hótelinu. Hér eru fleiri tugir manna að fylgjast með talningunni, sem fer fram í stórum sal með góðu svæði fyrir eftirlitsmenn flokkanna og fyrir almenning. Fyrstu töllur er væntanlegar innan skamms, en í morgun birtu írskir fjölmiðlar útgönguspár. Þær gera ekki ráð fyrir mikilum breytingum. Stærsti flokkur forsætisráðherrans Fianna Fáil virðist ætla að halda sínu fylgi og þótt fylgi samstarfsflokks hans í ríkistjórn hafi minnkað, jafnvel verulega, gera útgönguspár ráð fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með 3% mun. En kannski verður meirihlutinn of lítill og Bertie Ahern þarf að finna nýjan samstarfsflokk.

Í öllu falli búast menn ekki við miklum breytingum og vilja kannski ekki miklar breytingar. Írar hafa það gott og hafa kannski aldrei haft það betra. Fólk frá nýju aðildarríkjunum flykkist hingað til að vinna þannig að af er það sem áður var þegar írar fóru út um allar jarðir til að finna einhverja vinnu. Maður finnur það líka á fólkinu hér, það er uppsveifla í gangi, fólk er almennt jákvætt og í góðum málum. Ég hitti reyndar einn íra á barnum í gærkvöldi sem var hræddur um að mikill fjöldi iðnaðarmanna yrði til þess að laun írskra iðnaðarmanna muni fara lækkandi. Kunnuglegt áhyggjuefni. Það er býsna margt sameiginlegt finnst mér með þessum eyjum tveim - enda finnst mér ég aldrei vera í framandi landi þegar ég er hér. Ég vona að írum finnist þeir líka vera á heimavelli þegar þeir koma til Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Hehe, og ertu hissa á þessum áhuga Íra?
Við Íslendingar eru náttúrulega mjööög ýktir þegar kemur að t.d. kosningum, júróvisjon og tala nú ekki um rock star!
Þegar faðirinn liggur uppí rúmi með 6 ára gömlum syni sínum og útskýrir fyrir honum að í dag sé stór dagur því nú sé komin ný ríkisstjórn, þá er nú alveg spurning hvort toppinum sé ekki náð

Hafðu það gott í sveitini
Emblan

Embla Ágústsdóttir, 25.5.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband