Golfsumarið hafið

Þá er golfsumarið hafið ... seint og um síðir hjá mér. Reyndar tók ég smá forskot á sæluna í Þorlákshöfn í síðustu viku, en ég mátti þakka fyrir að fjúka ekki á haf út, svo það telst eiginlega ekki með. Sumarið hófst á því að keppa í fyrstu umferð í bikarkeppni Flatmaga, sem er golfklúbbur Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Þar sit ég í skólastjórn og er því gjaldgengur í klúbbinn. Í fyrra sigraði ég bikarkeppnina - sem er útsláttarkeppni eins og nafnið ber með sér - sjálfum mér og (sumum) öðrum að óvörum. Þá er náttúrlega málið að endurtaka sigurinn í ár. Skemmst er frá því að segja að ég komst áfram eftir fyrstu umferð og hafði sigur 8-7, eins og ég lærði á golfmáli í dag. Það þýðir víst að ég var búinn að vinna átta holur þegar sjö holur voru eftir (þ.e. eftir elleftu holu) og þar með átti andstæðingurinn sér ekki viðreisnar von. Ég spilaði á 36 punktum - sem ég er afar stoltur af í upphafi sumars og þýðir að ég kem vel undan vetri. 2 hola á Hlíðavelli

Stoltastur er ég af því að hafa parað aðra braut vallarins uppí Mosfellsbæ sem reynist mönnum oft erfið. Upphafið lofar góðu - nú er bara að taka nokkra æfingahringi á meðan á Ameríkudvölinni stendur og mæta svo öflugur til leiks í júlí. Nánar um árangur í annarri umferð síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.