Póstkort frá Flórída

"Bráðum kemur ekki betri tíð" söng Ragga Gísla hér um árið og það á líklega við hér í Flórída - því betri getur tíðin ekki orðið. Hiti og blíða alla daga nema þegar þrumuveður hellast yfir okkur með úrhellisrigningu eins og hún gerist mest.

Ferðasagan kemur seinna, en í stuttu máli þá hefur allt gengið samkvæmt áætlun. Fyrsti hluti sumarfrísins er yfirstaðinn. Við tókum fjóra daga í að kanna alla fjóra Disney garðana - og eru nokkrar myndir komnar hér á síðuna því til sannindna. Síðan var verslan svolítið og tekið á móti Emblunni og um helgina síðustu var skipt um íverustað og við færðum okkur frá Orlandó til Cape Coral. Í samræmi við ferðaáætlun var tekin hvíld hér ... enda taka fjórir dagar í Disney og tveir í verslun talsvert á. 

Hér í Villa Foster í Cape Coral höfum við allt til alls og höfum því ekki haft neina þörf fyrir að vera á fartinni, nema auðvitað að fara út á bátnum sem fylgir húsinu og synda í lauginni sem er bæði stærri og dýpri en myndirnar gáfu tll kynna. Svo er líka nettenging hér - þannig að við erum komin í samband við umheiminn aftur. Eftir þrjá daga í hvíld, sundlaugarsvamli og rólegum fiskveiðum, sem skiluðu talsvert meiru en ég átti von á, er mannskapurinn orðinn úthvíldur, hæfilega röndóttur á kroppinn og tilbúinn að takast á við ný ævintýr.  .... en meira um þau síðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband