Sjáðu eyðið - þarna brann ég
Fimmtudagur, 21. júní 2007
Fjölskyldan var orðin tilbúin í frekari ferðalög og í gær - 20. júní - var farið í dagsferð á bátnum. Samkvæmt ráðleggingjum Captain Ron, sem tók mig í tveggja tíma skemmri skírn í siglingum og umsjón báta á sunnudaginn, var ákveðið að fara að eyjunni Captiva, sem er lítil eygja norðan við Sanabel. Þangað er bara hægt að fara á bát. Nyrðri hluti eyjunnar er merkilegur fyrir þær sakir að þar gekk fellibylurinn Catharine - sem lagði New Orliens næstum í rúst - fyrst á land. Og ummerkin má enn sjá. Krafturinn var slíkur að fellibylurinn hreinsaði burt um 400 metra breiðan kafla af eyjunni og tók allt sem þar var, ekki trjástúfur eftir. Svo mikill var krafturinn að það myndaðist eyði sem nú skilur að norður og suðurhluta eyjunnar. Með tímanum hefur sjórinn að mestu fyllt upp í það en þar liggur en dálítil læna sem hægt er að vaða og þar er hægt að fiska. Það fylgdi líka sögunni að þarna væri gott að skelja. Skelja" er nýtt sagnorð sem ég tek eftir enskunni, því eins og við tölum um að fiska, þegar við erum á höttunum eftir fiskum, þá má tala um skelja þegar maður er á höttunum eftir skeljum.
Ferðalagið þangað tók drjúgan tíma því leiðin var löng og á sumum köflum þurfa menn að fara hægt út af sækúnum sem hér búa. Lögreglan stoppaði okkur einu sinni og Óðinn og Ásdís Sól fengu í verðlaun ókeypis ís á McDonald fyrir að vera í björgunarvestum sem er skylda fyrir yngri en 7 ára. Við þurfum líka að stoppa og taka bensín og allt var þetta nýtt fyrir okkur.
Þrátt fyrir vandræði með dýptarmælinn - sem er mikilvægur því víða eru miklar grynningar og þótt aðalleiðir séu vel merkar þá þurfum við að víkja út af þeim til að komast til Captiva og fara reyndar út á sjálfan Mexíkóflóann. Það var smá ævintýri hjá mér að koma fjölskyldunni allri í land án þess að festa bátinn í fjörunni en það tókst. Ekki gekk heldur alveg nógu vel að festa akkerið úti sem hélt bátnum og endaði það með því að ég kafaði út og rak akkerið niður í sandinn á tæplega þriggja metra dýpi. Þá var hann líka vel festur og við gátum tekið til við að borða nestið okkar og skelja.
Þarna koma fáir og við höfuðum eyðið næstum útaf fyrir okkur. Tveir hundar komu í heimsókn og hrelldu Óðinn aðeins og svo fylgdumst við með ákveðnum veðimanni sem var á sundskýlunni og óð í sjó upp undir axlir í veðimennskunni. Mælirinn okkar sýndi að hitastigið á sjónum væri 87 á farinheit sem er um 30 gráður. Ekki kalt þótt manni þætti þetta bara fínt og tæki ekkert eftir brennandi sólinni sem grillaði okkur öll í rólegheitum þrátt fyrir að dágóð sólarvörn hafi verið á alla borin.
Að loknu góðu stoppi á ströndinni voru allir orðnir dasaðir og við drifum okkur af stað. Tókst eftir smá villing að finna veitingastað sem mælt var með við okkur - en hann var þá lokaður! En við fundum annan stað í norður Captívu þar sem var opið og við gátum fengið eitthvað að borða og kælt okkur niður. Stemmingin í eyjunni var svipuð og í Hrísey, því þarna er engir bílar, heldur notast menn við golfbíla til að komast á milli. Eyjan er heldur ekki stór - líklega á stærð við Hrísey, bara mjórri og lengri.
Það var ansi dasaður og sólbrunninn mannskapur sem koma heim níu tímum eftir að lagt var að af stað - rétt í rökkurbyrjun og mátti ekki seinna vera, því ekki er gott að vera á ferðinni í myrki á þessum bát og erfitt að rata nema fyrir þaukunnuga. Öllum var hent í sundlaugin til að þrífa af fólki saltið og svo var borinn á Aloa Vera áburður á alla - enda allir brunnir þótt í mismiklu mæli væri. Sem sagt hinn fullkomni dagur á ströndinni .... og allir svo þreyttir um kvöldið að börn og unglingar sofnuðu óumbeðin snemma.
Ég er núna búinn að læra að búa til myndaalbúm hér á moggabloggi og bæti þar inn nýjum myndum úr Flórídaferð eftir nennu fyrir þá sem vilja fylgjast með þessu ferðalagi okkar og hvernig okkur miðar með það meginmarkmið að verða kaffibrún og úthvíld fyrir lok mánaðarins.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 25.11.2008 kl. 18:15 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að héðan í frá verðið þið þekkt sem "Karfa-fjölskyldan"... :)
Hrefna Marín (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 21:11
SÆL Hulda.
Manstu dagana okkur úti í Hrisey, mér skellt í lokrekkju með þér, grillað læri í holu, ekkert rafmagn fyrir borgarfólkið, og Ásdís systir áfram áfram drífa sig, Siglufjörður, Akureyri á 15 mín. Þú blikkandi ljósum á litla rauð og við á leið til Sauðarkróks hún skal ekki fram úr sagði Ásdís......það var fjör í þá daga á þjóðvegum landsins, hafðu það gott í Flórita.
kveðja ú rokinu á Grandanum
P.S. Ásdís systir biður að heilsa
Jóhanna (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.