Of heitt til að blogga
Mánudagur, 25. júní 2007
Þessi hluti heimsins varð ekki almennilega byggilegur fyrr en menn fundu upp rafmagn og í framhaldi af því loftkælingu. Þess vegna hefur ekki verið mikið um bogg - hver getur bloggað í yfir þrjátíustiga hita? Þannig er nefnilega mál með vexti að netið virkar ekki inní húsinu heldur bara úti í apabúrinu eins og við köllum það. Menn og konur hafa þar kraft til að skoða ýmislegt en ekki skrifa mikið. Á daginn það er. Svo sofa menn þreyttir á kvöldin sem skiljanlegt er.
En áður en um lýkur verðum við að koma veiðisögum á framfæri ... margar saklausar rækjur hafa látið lífið til að við fengum að veiða þann helling sem hér hefur veiðst - mest þó af óvinsællum gaddasnapper sem er samt góður á grillið ef menn sleppa við að gaddana. Lifandi rækjur er eina beitan sem eitthvað virkar hér.
Og svo má maður til með að fjalla um Ameríska fjölmiðla og hvað þar er fjallað um og hvað er ekki fjallað um. En börnin hafa fengið að ráða svolítið ríkjum í sjónvarpsheimi ... baráttan er stundum um CN eða CNN og má ekki milli sjá hvor stöðin stendur sig betur/verr í endurtekningum og innihaldslausu efni.
En meira um það og ameríska eldhúsið síðar (þegar kólað hefur ögn) ... því matur er eitthvað sem stendur manni nærri þegar maður dvelur hér í gnægtarlandinu þar sem borðaðar eru pönnukökur og bláber á hverjum morgni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Breytt 25.11.2008 kl. 18:15 | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ
Frábært að fylgjast með ykkur í sólarsælunni :o) það voru nokkrir íslenskir karfar sem komu sælir heim úr fyrstu útilegunni á nýja (gamla ) jeppanum með nýja (gamla ) tjaldvagninum :o) Hlakka til að sjá enn fleiri myndir úr ferðinni ykkar.
Kveðja, Björg systir
Björg Ingþórsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.