Morgunmatur í Ameríku

Breakfast in AmericaÞegar ég var yngri var vinsælt lag með Supertramp sem hét Breakfast in America. Mér verður stundum hugsað til þess hér í Ameríku því við njótum þess stundum að borða almennilega morgunmat. Byrjuðum reyndar á því fyrsta daginn að fara á alvöru diner og fá okkur ríflega morgunmat og eftir að við komum okkur fyrir hér í Villa Foster þá erum við dugleg að búa til allan pakkann - beikon, egg og amerískar pönnukökur með helling af hlynsýrópi. Fyrst reyndum við að baka pönnukökurnar en duttum svo í amerískan neysluheim og kaupum þær bara frosnar og hitum. Svo kaupum við líka beikon með minna salti og borðum með þessu mikið af ávöxtum - þannig að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þetta auðvitað bara bráðhollur matur - eða þannig.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband