Sund lauga líf

KvöldlaugarpartýÞað er að sjálfsögðu búin að vera ný og merkileg upplifun fyrir fjölskylduna að hafa sína eigin sundlaug í garðinum - eiginlega er réttara að segja að hún sé hluti af húsinu, því sundlaugar hér eru allar í beinu framhaldi af veröndinni, sem aftur er í beinu framhaldi af stofu og eldhúsi. Þá eru þær alltaf innan verndarsvæðis - þ.e. umhverfis þær og vel yfir er burðargrind sem sett er skordýranet á. Á stórum og dýrum húsum getur þetta netvirki verið sex metrar að hæð og dekkað alveg heila hlið hússins. Auðvitað sleppur eitt og eitt kvikyndi inn fyrir en við höfum nær ekkert verið bitin hér og lítið orðið vör við skordýr.

Allir fjölskyldumeðlimir hafa verið duglegir við að nýta sér sundlaugina ... kannski enginn þó eins mikið og sá yngsti sem fer í hana í oft á dag milli þess sem hann horfir sæll á Cartoon network og vinnur í sínum Legó smíðum. Þá dagana það er að segja sem við erum ekki á þvælingi. En við erum búin að vera mikið heima við eins og planið gerði ráð fyrir og líkað það vel.

Einn helsti kosturinn við einkasundlaug er sá að hún lokar aldrei. Ég hef farið snemma að morgni og löngu eftir miðnætti og það er svolítill fílingur í því að vera einn í nóttinni með stjörnurnar fyrir ofan fjótandi í svalri lauginni. En mesta fjörið er þegar það eru laugarpartý og krakkarnir henda hvort öðru út í ... stundum í öllum fötunum og m.a.s. pabbinn hefur fengið að fljúga út í laugina. Bara gaman eins og Emblan segir, sem hefur auðvitað mestu sundlaugarreynsluna af okkur öllum en fílar þetta þó í tætlur. Svo til að documentera þetta fyrir okkur og ykkur, þá setti ég inn nokkrar myndir af sundlaugarsvamli hjá okkur í Flórídaalbúmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband