Hvers dags líf

Þá er sumarfíi í Flórída lokið og við tekur hversdagslífið sem er ekki alltof heitt og felur ekki í sér neinar sundlaugar, svo dags daglega. Það er dálítið erfitt að stilla sig aftur inn á hrynjandi hversdagslífsins og sitja við skrifborðið allan daginn. Stóðst ekki mátið og svindlaði aðeins í gær og dreif mig í golf en náði hvorki því markmiði að sigra félaga minn né lækka í forgjöf. Pouty Þetta má líklega skrifa á þá staðreynd að ég lét bátsferðir og sundlaugasull ganga fyrir því að spila golf í Ameríku. Það er líka tæplega hægt að spila þegar hitinn er kominn vel yfir 30 gráður.

Það er annars merkilegt hvað maður getur vanið sig af fréttum ... a.m.k. yfir sumarmánuðina. Ég saknaði þess lítt að sjá ekki fjölmiðla í þrjár vikur og hef ekki haft mikla þörf fyrir að lesa blaðabunkann sem beið þegar heim kom. Ég hugsa að hann fari ólesinn af minni hálfu í endurvinnslu. Af þessu leiðir líka mun minn þörf fyrir að tjá sig um málefni líðandi stundar. Kannski hefur svona lítið verið að gerast eða kannski er manni bara nokk sama. En kannski er þetta líka til margs um maður hafi meira en nóg að gera í vinnu og einkalífi og hafi ekki tíma til að básúna neitt opinberlega.

En ég bætti við nýjum blogg-vin í dag þótt ég sé ekki mikið í því: Evrópusamtökin eru sem sé tekin að blogga og er það hið besta mál. Hvet alla til að kíkja í heimsókn þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband