Latte!
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Mikið óskaplega var ég feginn með niðurstöðuna úr kaffiprófinu sem allir eru að taka þessa dagana: Ég er sem sé Latte, sem merkir: "Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli. ... Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk." Ef niðurstaðan hefði verið önnur, hefði ég líklega ekki sagt frá þessu.
Samkvæmt Matthildi hómópata þá á ég helst hvorugt að drekka, kaffi eða mjólk. Svo ég held það lýsi mér ágætlega að Latte er minn uppáhaldskaffidrykkur og hefur verið um nokkurra ára skeið. Það er alger unaður að útbúa sér stóran Latte og setjast svo út í garðhús eða í stóra stólinn í stofunni um helgar og lesa blöðin. Það er minn tími.
Mér tókst ekki að vista "vottorðið" um að ég væri Latte rétt inn í þessa færslu - en ef þú vilt taka prófið þá er það á slóðinni: http://www.froskur.net/annad/kaffi/
Þessi færsla er líka til marks um það að þriggja vikna blogg fríi er lokið og jafnframt að sú ritstjórnarstefna sem tók yfir í sumar verður áfram í gildi: sem sé meira um persónulegt blogg og hversdagsfrásagnir og minna um stjórnmál og samfélag - nema þegar sá gálinn er á manni eða samfélagsmál hrópa á athygli.
Athugasemdir
Til hamingju með daginn unglambið mitt
Embla Ágústsdóttir, 22.8.2007 kl. 00:20
Ég var Frappuccino og hyggst smakka það næsta sumar einhvers staðar á hlýrri slóðum!
Fararstjórinn, 22.8.2007 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.