Óþekktarstrik

Það var síðasti dagur í skólafríi í gær og þá lágum við uppí rúmi letileg eftir að við vöknuðum, ég og tvö yngstu börnin mín. Þau fóru að skrifa og teikna á bakið á mér með fingrinum eins stundum er gert og ég látinn giska á hvað párið merki. Svo bað ég Óðinn, sem er sex ára, að teikna mynd af mér. Hann tók vel í það og dró upp einfaldar útlínur að líkama. Síðan stoppaði hann og krassaði svo margar línur yfir miðhlutann á "teikningunni" á miklum hraða og af talsverðri festu. "Hvað er þetta?" spurði ég. "Þetta eru óþekktarstrikin þín" sagði hann. "Nú?" sagði ég. "Já. Þegar þú varst óþekkur þegar þú varst lítill. Þegar þú varst strákur að stelast og skemma skóna þína og dast næstum í sjóinn og svoleiðis." 

Það er fátt vinsælla á kvöldin en sögur af því þegar pabbi var ungur og óþekkur og framdi einhver prakkarstrik. Í huga barnsins eru þetta orðin æði mörg "óþekktarstrik" sem ég afrekað í æsku.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

hehehe been there heard that 

Embla Ágústsdóttir, 23.8.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.