Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang

... eins og guð hafði sjálfur í öndverðu hugsað sér það.  Ég tek undir með Steini Steinarr: Manni finnst þetta dálítið skrýtið þegar dagarnir ganga eins og þessi dagur:

Vaknaði í myrkri og drunga og var ekki alveg að fíla þetta morgunmyrkur, en heitt bað og hálfur lítri af vatni kom þessum vatnsskrokki af stað út í morguninn.
Lagði lokahönd á undirbúning að svolitilum skipulagsbreytingum og mannatilfærslum, en þurfti að taka það allt til endurskoðunar um leið og því var lokið því forsendur breyttust fyrirvaralaust. Langar þig að vinna hjá okkur á Rannsóknaþjónustunni? Skoðaður þá atvinnuauglýsingarnar bráðum.
Fór eftir hádegi í dæmatíma í tölfræði og rannsóknaraðferðum þar sem ég komst að því að það er ekki nóg að skilja tölfræðina til að ná þessum áfanga sem ég er í -  nei ég verð að setjast niður og reikna dæmi. Mörg dæmi. Gaman gaman (not).
Þar sem ég er í tíma er hringt úr skólanum og stórleikarinn yngri dóttir mín, sem stóð sig með stakri prýði sem Öskubuska í gærkvöldi á bekkjarsýningu, hafði dottið á höfuðið svo ég fór og sótti hana enda var móðirin enn meira upptekin en ég.
Hún reyndist ekki stórslösuð heldur bara svolítið lítil í sér, svo ég mútaði henni með sódavatni og smá blandi í poka og tók hana með mér á stuttan fund upp í Læknadeild - þar sem við gengum fram hjá líffærasafni og fleira skemmtilegu. Hún teiknaði meðan ég talaði á tvöföldum hljóðhraða.
Til að toppa daginn endanlega var svo stjórnarfundur í lok dags í félagasamtökum þar sem ég sit fyrir háskólastigið - verkefnið er núna að gera félagið upp og leggja það niður, því þar er óreiða og ókláraðir hlutir og líka skuldir sem við félagsaðilarnir þurfa að hreinsa upp. Það er aldrei skemmtilega að moka flórinn eftir aðra.

Sem sagt miðvikudagur og lífið gengur sinn gang - og miðvikudagskvöldið tók við með höfuðborgarakstri því á miðvikudögum sæki ég sunddrottninguna á æfingu og fer með hana í eitthvert nágranasveitarfélag - annað hvort á söngæfingu eða bara heim. En þær eru ljós í þessu skammdegi sem skollið er á, þessar dætur mínar. Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Hvað segirðu, hver eru launin?

Guðrún Vala Elísdóttir, 15.11.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.