Uppskeruhátíð

Verðlaunahafar Við veittum Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands í gær. Þetta hefur verið árviss viðburður núna í níu ár og síðustu árin hefur myndast sú góða hefð að rektor afhentir verðlaunin. Að venju voru veitt þrenn verðlaun til bestu verkefnanna og er myndin af verðlaunahöfunum ásamt rektor og formanni dómnefndar. Um þetta má allt lesa nánar á heimsíðu Rannsóknaþjónustunnar og svo var tekið við mig ítarlegt viðtal í síðdegisútvarpi Rásar tvö í gær og er hægt að hlusta á upptöku af því á netinu (er í síðari hluta þáttarins.

Þetta var annasamur en skemmtilegur dagur. Um morguninn vorum við með fund um tækniyfirfærslu þar sem kynnt var samstarfsnet háskólanna í Danmörku um þetta og norrænt samstarfsnet sem verið er að setja af stað. Við verðum að sjálfsögðu aðilar að því, ásamt helstu lykilaðilum hér á landi vona ég. Eftir hádegi var svo fundur í því sem gengur undir nafninu Evrópuhópurinn - sem er óformlegur félagsskapur þeirra sem vinna á þeim skrifstofum sem vinna með beinum eða óbein hætti að framkvæmd á evrópskri samvinnu. Þetta eru svona Evrópuskrifstofur. Hópurinn hefur ekki komið saman lengi, því á þessu ári hafa verið að ganga yfir miklar breytingar á skipulagi og í mannahaldi og því orðið tímabært að hittast. Sumir úr þeim hópi tóku síðan þátt í verðlaunaafhendingunni hjá okkur og móttökunni að henni lokinni.

Móttakan tókst vel og voru nokkrir góðir gestir sem stoppuðu lengi og þurftu margt að ræða. Eftir að móttökunni lauk átti ég síðan langt spjall við samverkamann minn til margra ára um ýmis verkefni og framtíðaráform. Og þegar ég var kominn heim síðla kvölds átti ég langt og gott samtal við góð vin minn um allt önnur viðfangsefni en dagurinn fól í sér. Það má eiginlega segja að ég hafi verið að tala og hlusta frá morgni til miðnættis. Sem sagt góður og gefandi dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband