Góður dagur hjá Emblunni

Það má nú ekki minna vera en ég rjúfi tveggja mánaða bloggþögn eftir góðan dag hjá Emblunni í gær. Eins og kemur fram í fréttinni þá fékk hún styrk úr afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ að upphæð 350.000 kr. Þær sjö sem fengu þennan styrk - úr hópi nærri hundrað umsækjenda - eru allar að keppa að því markmiði að komast á Olympíuleikana í Pekíng síðar á þessu ári. Þær munu því allar þurfa að leggja mikið á sig á næstu vikum og mánuðum og svona styrkir auðvelda það og eru líka hvatning. Ég veit að Emblan var ekki síst imponeruð yfir sjóðsstjórninni sem tekur ákvörðun um hverjir fá styrk - allt miklar afrekskonur þar.

En dagurinn var ekki búinn - því þessi styrkveiting fór fram í hádeginu. Eftir æfingu fórum við á Grand Hótel þar sem veittar voru viðurkenningar þeim 570 ungum Íslendingum sem settu Íslandsmet á síðasta ári eða voru Íslandsmeistarar. Fríður flokkur og allir fengu kristalpýramída í boði Spron.

Þá var bara kvöldverðurinn eftir og mér fannst kominn tími til að Emblan fengi afmælisgjöfina sína - sem átti að vera eitthvað fínt út að borða. Hana langaði að prófa Vox - svo þangað fórum við og vorum svo heppin að fá borð þrátt fyrir að Food and fun hátíðin væri að byrja. Við sögðum í gríni að við værum að víga hátíðina því við vorum sest að borði kl. 7 og því fyrst til að panta. Maturinn var auðvitað frábær og við vorum alveg fullsödd þótt við tækjum "bara" 4 rétta matseðilinn, en ekki 8 rétta seðilinn!

Til að toppa daginn þá birtust fínar myndir í íþróttafréttum eftir tíu fréttirnar af Emblunni og Sonju að taka við viðurkenningu og blómum frá því fyrr um daginn. Sem sagt góður dagur og hvetjandi.


mbl.is Afrekskonur í íþróttum fá styrki á ólympíuári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband