Uppfærsla á Hávamálum

Hávamál hafa alltaf staðið mér nærri og mér þótt margt til þeirra mega sækja. Svo er um erindið hér að neðan:

Er-at maður alls vesall,
þótt hann sé illa heill.
Sumur er af sonum sæll,
sumur af frændum,
sumur af fé ærnu,
sumur af verkum vel.

Víst er um það að flestir geta verið af sælir yfir einhverju þótt ekki sé allt eins og best verður á kosið. En þetta er ansi karllægur texti og ekki gert ráð fyrir að menn væru mikið að stæra sig af dætrum sínum eins og ég hefur svolítið verið að gera - nú hvað þá konum sínum!

... svo hér ný ending:

sumur er af dætrum sæll,
sumur af sonum,
sumur af konum,
sumur af sköttum ærum.

Svo til viðbótar við dótturraup í síðustu færslu vil ég benda lesendum á stórgott viðtal við konu mína í Okkar á milli þættinum sem var á dagskrá Rásar 1 21. febrúar og verður hægt að hlusta á um tíma á netinu. Kom í ljós sem ég vissi að hún hefur afar þægilega útvarpsrödd. Sjá: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4390026


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.