Evrópusinnar hafa sigur
Föstudagur, 24. október 2008
Í þessum kosningum var afstaðan til ESB það sem helst greindi að þau Gylfa og Ingibjörgu. Þessi kosning er skýr stuðningsyfirlýsing við þau viðhorf sem Gylfi hefur haldið á lofti um að við ættum að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Væntanlega verður yfirlýsing þess efnis einnig samþykkt á þinginu og í framhaldinu mun ASÍ fara að beita sér meira afgerandi í því máli. Þegar ASÍ og Samtök atvinnulífsins verða farin að tala einu máli fyrir því að teknar verði upp aðildarviðræður aukast líkurnar á að þessi ríkisstjórn setji málið á dagskrá.
Gylfi nýr forseti ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Húrra. Gott að þú ert kominn í stuð aftur nú mun ég fylgjast vel með þínum skrifum að utan gangi þér vel. Ég er þér svo sammmála en get ekkert gert...M
Valgerður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.