Kreppan er komin - líka hjá Bretum

Það eru víðar erfiðir tímar framundan en á Íslandi. Bretar eru hættir að flytja fréttir frá Íslandi - nú beinist athyglin inn á við. Nær allur kvöldfréttatími BBC í kvöld fór í umfjöllun um kreppuna sem kom í dag eins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar orðaði það. Birtar voru hagtölur í dag þar sem fram kom að þjóðarframleiðsla dróst saman á þriðja ársfjórðungi í fyrsta sinn í sextán ár. Og gæti orðið verra á síðasta fjórðungi þessa árs. Síðan féllu hlutabréf mikið í verði og breska pundið átti sinn versta dag í nærri fjörutíu ár! Svartur föstudagur.

Svo það er komin kreppa á Bretlandi. Fjöldi atvinnulausra nálgast 2 milljónir manna og búist er við að allt að fimmtíuþúsund heimili endi á nauðungaruppboðum á þessu ári. Á slíkum tímum er gott að geta kennt öðrum um eða átt í stríði við einhvern til að dreifa athyglinni frá heimaslóðum. Því bíður maður spenntur eftir næsta útspili í deilu Íslands og Bretlands. Þau eru samstíga í að fallast ekki á ítrustu kröfur breta, Geir og Ingibjörg. Það er rétt hjá þeim. Líklega einnig rétt hjá Ingibjörgu að hér vinnur tíminn með okkur; nema að bretar laumist til að selja eigur bankanna að okkur forspurðum. Það er ljóst að þessi deila er ekki búin.


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það bætir ekki kreppuna hér heima á Islandi, og við munum þurfa að borga fyrir þessa Icesave reikninga alveg upp í TOPP,hvað sem tautar og raular ,Bretar munu ekki gefa gramm eftir, þó að það sé smá hlé núna, við lifum ekki á þorskastríðstímum nú, við lifum á tímum PR, netsins, þeir þurfa bara nokkra góða fréttatíma í viðbót til að rústa okkar orðspori endanlega, munurinn á þeim og okkur er sá að þeir hafa efni á lögfræðingum ( þeim bestu ) enn ekki við Íslendingar - svo vona ég að ég hafi rangt fyrir mér

Alla (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er að skollin á heimskreppa, um það er engum blöðum að fletta - bara spurning hversu djúpur dalurinn verður. Við vorum bara fyrst, þar sem allt er svo smátt í sniðum hjá okkur, miðað við útþensluna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í framhaldi af því sem þú segir síðast verð ég að segja að mér finnst undarlegt hversu lítið hefur verið fjallað um þessa frétt.

Hvernig getur maður sem skv. kynningu á viðtalsþætti sem verður á annað kvöld á Stöð 2 er orðinn eignalaus staðið í kaupum á dótturfélagi Landsbankans í Bretlandi, sem sagt keypt aftur til sín eignir, snauður og blásaklaus maðurinn?

Þetta er ekki fyrir venjulega heiðarlega mannesku að skilja.

Kannski tekst honum að skýra þetta fyrir mér annað kvöld???

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.