Gæinn sem geymir aurinn minn

Gæinn sem geymir aurinn minn

Ég finn það gegnum netið að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn.
En ég veit að það er gæi sem geymir aurinn minn
sem gætir alls míns fjár
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina og jólagjöf hvert ár.

Ég veit hann axlar ábyrgð, en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt.
Hendur hans svo hvítþvegnar og hárið aftursleikt.  

Þó seg´í blöðunum 
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta í markaðssjóðunum.

Ég veit að þessi gæi er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár ef hann kems t á hálan ís.
Því að oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá.
Fáir slökkva eldana  sem fyrstir kveikja þá.                                                   

höf: Finnur Vilhjálmsson 2008

Fékk þetta sent í tölvupósti og þar er höfundur sagður þessi - fannst þetta prýðilegt ljóðainnlegg í umræðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband