Seðlabankastjóri ríkisins, ekki meir, ekki meir!

Seðlabankastjóri ríkisins
tók handfylli af vöxtum
og horfði hvössum augum
á fjölmiðla og þjóð.

300.000 x 18% x 6 milljarðar dollara,
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.

Ef fallið er þráðbeint
fellur þjóðin í stafi.
Mín hugmynd er sú,
að sérhver maður verði fátækari en fyrr.

Seðlabankastjóri ríkisins
tók handfylli sína af vöxtum
og Jón sálugi Sigurðsson
kom til hans og sagði:

Seðlabankastjóri ríkisins
ekki meir, ekki meir!


mbl.is Efast ekki um sjálfstæði bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband