Stórsigur demókrata
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Það stefnir allt í að á þessari stundu munu demókratar vinni stórsigur; ekki bara er nú ljóst að Obama mun verða forseti; Ohio er fallið demókötum í skaut svo þetta er búið fyri McCain. Við getum farið að varpa öndinni léttar og vonast eftir betri tíð.
Demókratar eru þegar komnir með meirihluta í öldungadeildinni og lítur vel út með fulltrúadeildina þótt enn sé lítt liðið á kosninganóttina. Ef heldur fram sem horfir, þá verður þetta einstætt tækifæri til þeirra breytinga sem Obama hefur boðað. Og það er vísast skýringin á þessum mikla sigri demókrata - meirihluta bandaríkjamanna skynjaði að nú var þörf á breytingum.
Obama með 200 kjörmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.