Að tapa með reisn
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Var að hlusta á John McCain flytja sína ræðu þar sem hann játar sig sigraðan í þessum kosningum. Hann flutti þá ræðu með mikilli reisn - og þótt ég sé eindreginn stuðningsmaður Obama þá má McCain eiga það að vera ærlegur í mínum bókum og hann viðurkenndi það einfaldlega að hans sjónarmið hefðu orðið undir. Fyrrverandi hermenn eiga þetta tungutak - service eða þjónstu - og í hans tilfelli er hann trúverðugur. Svona eiga menn að tala þegar þeir tapa - eins og hann gerði með reisn í kvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ágúst.
Já,ég get verið þér sammála,hann kvaddi með reisn.Og sem meira var ræða hans og orðsnilld var eftirtektarverð.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 05:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.