Obama endurnýjar orðspor Bandaríkjanna

Með kjöri á Obama hefur Bandaríkjunum sem ríki tekist að endurnýja trú heimsins á hlutverki Bandaríkjanna. Þetta forsetakjör kemur á ótrúlega réttum tíma - fyrir Obama og hinn vestræna heim. Á síðustu vikum hefur hið harðsoðna kapítalíska kerfi sem Regan og Thatcher innleiddu á áttuda áratugnum beðið endalegt skipbrot. Meira að segja páfi markaðshyggjunnar - sem sat lengur en flestir mammonspáfar í Seðlabanka Bandaríkjanna - játaði nýverið við yfirheyrslur hjá þingnefnd þar vestra að hann hefði haft rangt fyrir sér að hluta og hin ósýnilega hönd markaðarins virkaði ekki alltaf. Þetta voru ámóta tíðini og ef páfinn hefði sagt að Guð almáttugur væri bara stundum á vaktinni en þær aðstæður væru til að menn yrðu að passa upp á hvern annan.

Obama er kjörinn þegar veröldin öll - ekki bara Bandaríkjamenn - kallar á endurskoðun á gildum, stefnum og aðgerðum. Hann er svo gerólíkur því sem við eigum að venjast frá Ameríku og það mun verða mörgum utan Ameríku hvatning og auka tiltrú á framtíðinni.  Þannig styrkir hann enn á ný stöðu Bandaríkjanna á alþjóðlegum vettvangi. Það er skoðun margra að Bandaríkjamenn hafi komu veröldinni í þann efnahagsvanda sem við fólki blasir. Það er því merkilegt - eiginlega ótrúlegt - að margir munu horfa til Bandaríkjanna undir forystu Obama til lausnar á þessum vanda. Ekki bara þjóðarleiðtogar sem hafa veirð að senda honum heillaóskaskeyti, heldur allur almenningur utan Bandaríkjanna sem hefur hrifist af framgöngu hans.  

Ég hef á liðnum árum verið á þeirri skoðun að tími Bandaríkjanna sé lðinn og vitað í þeirra Megas mér til stuðning - en Lou Reed segir í einu lagium landa sína (eftir minni): „Stick a fork in the ass and turn the over, they‘r done." Kannski ekki - kannski geta  Bandaríkin enn um sinn verið í forystuhlutverki í heiminum.

En verkefnið er með ólíkindum erfitt; þeirr Bush feðgar skilja eftir sig sviðna jörð víða um veröld og Bush yngri hefur tekist að safna skuldum sem sérhver íslenskur útrásarvíkingur eða seðalbankastjóri væri fullsæmdur af. Þess vegna eru menn í Washington í óða önn núna að reyna að hafa stjórn á væntingunum - expectation management - því sú hætta er fyrir hendi að menn séu með óraunhæfar vætingar til Obama - það er nefnilega víðar en á Íslandi sem menn leita að ódýrum skyndilausnum. 


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.