Sammála; við þurfum utanaðkomandi aðstoð

Ég er sammála Tryggva um flest það sem kemur fram í góðu viðtali við hann í sunnudagsmogganum. Það er kjörumhverfi núna fyrir bæði mistök og spillingu sem geta gert ill verra og við þurfum aðstoð. Það er engin minkun að því að leita sér aðstoðar þegar maður er veikur og búinn að tapa. Það eru þrjú meginatriði í málinu eins og ég sé það:

Í fyrsta lagi þurfum við utanaðkomandi aðstoð við að komast að því sem gerðist. Það er ekki til sá Íslendingur sem hefur nægilega þekkingu og skilning á þessum hulduheimum fjármálakerfisins að hann sé ekki með beinum eða óbeinum hætti tengdur því sem þar var að gerast. Því verðum við að leita til erlendan aðila til að leiða hér sannleiksnefnd og þeir verða að hafa erlenda sérfræðinga sem hafa ekkert haft með Ísland að gera. Jafnframt þurfum við að fá erlenda bankamenn inn í íslensku bankana og alveg sérstaklega verðum við að ráða útlendinga sem bankastjóra nýju ríkisbankanna. Á því veltur trúverðugleiki þeirra; það dugar ekki að dubba upp millistjórnendur úr gömlu bönkunum, sem voru hluti af þeim leik sem leikinn var. Við erum sammála um að það þurfi að breyta leiknum og þá fáum við ekki gamla leikmenn til að stýra því. Og fyrir mitt leyti geri ég kröfu um það að nýju bankastjórarnir séu sæmilega minnisgóðir og vil ekki að fyrir mína hönd sitji sem fólk sem getur gleymt 180 milljón króna eigin fjárfestingu.

Í öðru lagi er þurfum við ástandið ekki eins slæmt og margir vilja vera láta og Tryggvi fer ágætlega yfir allt það í viðtalinu. Það er frálett að líkja þessu við móðurharðindin: Fólk mun ekki deyja umvörpum í vetur úr sulti og veikindum eða kulda og vosbúð. Margir hafa tapað fé - líklega flest okkar a.m.k. í gegnum eign okkar í lífeyrissjóðum - og öll munum við þurfa að borga meira í afborganir af lánum og fyrir okkar neysluþörfum. Þeir sem hafa misst vinnuna munu fara verst út úr þessu og forgangurinn á að vera í að hjálpa þeim. En ég er sammála Tryggva um að vinnumarkaðurinn er mjög sveigjanlegur og atvinnuleysi verður ekki eins skelfilegt og t.d. var í Finnlandi. Erlent vinnuafl fer til sín heima, sumir setjast á skólabekk og þar ætla háskólarnir m.a. að hjálpa til. Og sumir munu fara að vinna önnur störf en hugur þeirra stendur til. En þótt að nýútskrifaður arkitekt fari að vinna á leikskóla eins og kom fram í sjónvarpsfréttum í gær, þá eru það engin móðurharðindi. Raunar er það fullsæmandi starf fyrir hvern sem er að vinna með börnum. Fyrir okkur hin, sem höldum vinnunni, er bara að takast á við þetta eins og fólk á öllum tímum og í öllum löndum hefur þurft að gera - menn minnka eyðsllu og neyslu. Fáar þjóðir hafa trúlega haft úr eins miklu að moða og við í upphafi kreppu og Íslendingar nú. Mér þykir líklegt að þó ekki yrði fluttur einn einast nýr bíll, nýtt raftæki eða fatapjatla í marga mánuði - býður enginn af því varanlega skaða.

Í þriðja lagi er það langtímahagsmunirnir. Ísland á að sækja um aðild að ESB - núna. Þær hremmingar sem hafa gengið yfir sýna vel hversu erfitt það er að reynast okkur að halda uppi öllu því sem fylgir því að vera þjóð. Það eru allir sammála um að stoðkerfið brást - Seðlabankinn, fjármálaeftirlitið o.s.frv. - en það hefði ekki getað brugðist með þessu hætti ef við hefðum verið hluti af ESB. Þannig er aðild að sambandinu ákveðin vörn eða trygging gegn eigin veikleikum og vangetu. Það kann að vera sárt fyrir fólk að viðurkenna það, en 300.000 manns stendur ekki undir öllu því sem krafist er af þjóðríkjum í dag; Yfirstjórn og stjórnsýslu, fjármálaumhverfi og eftirlitskerfi, utanríkisþjónustu og virkri alþjóðlegri þátttöku, svo ekki sé minnst á samfélagslega innviði eins og mennta- og heilbrigðiskerfi eða ytri innviði eins og vegi brýr og hafnir í landi sem er jafnt stórt og England. Við verðum annað hvort að endurskoða alveg hugmyndir okkar um hversu stórast Ísland getur í raun verið og sníða okkur stakk eftir þeim vexti eða taka þátt í samstarfi fullvalda ríkja innan ESB - þar sem okkar hefur farnast vel fram til þess. Þar held ég að hagsmunum okkar væri best borgið. Ég sé ekki betur en Tryggvi sé sammála þessu sjónarhorni.


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í þessu viðtali talar Tryggvi Þór um að gríðalegar eignafærslur eigi sér nú stað hjá bönkunum. Hann varar við því að flanað sé að neinu þar og kallar á gagnsæi. Nefnir afsal stórs hluta Nokia í erlendar hendur fyrir slikk í tilfellum Finna og illbætanlegt tjón af þeim sökum, sem þeir eru enn að sýta. Hvaða eignir er verið að selja hér og til hverra og fyrir hve mikið? Hve nærri heggur það sjálfstæði okkar? Hvaða risar eru að kaupa? Hverjir verða drottnarar okkar í náinni framtíð?  Þetta verðum við að fá að vita. Þetta er algert lykilatriði. Í bönkunum liggja hlutir í orkufyrirtækjum og orkudreifingu landsins og það jafnvel ráðandi hlutir. Þar liggja gríðarlegar landa og hlunnindaeignir, laxár og guð veit hvað. Þar liggur einnig stór hluti fiskveiðikvóta Íslendinnga. Hreinlega fjöregg og framtíð þjóðarinnar á silfurfati.
 
Stjórnvöld tala um að borga ekki skuldir óreiðumanna en eru ekki í neinni aðstöðu til slíkrar kokhreysti.  Það er verið að gera það nú þegar með sölu á eignasafni og veðum bankanna. Eignasafni, sem snertir sameign okkar og sjálfstæði.Það er verið að borga skuldir óreiðumanna og það með útsölu á auðlindum okkar! Áttarðu þig á þessu?  Auðvitað verða erlend lán ekki notuð til að borga óreiðuna. Það veit raunar enginn hvað menn ætla að gera við þá peninga.  Ef eitthvað þarf virkilega upp á yfirborðið nú, þá er það þetta. Red Alert!  Menn verða að fara að lesa rétt í gegnum stofnanamálið og lagajaronið. Það er eins og að lesa í garnirnar á kjúlla, en það er verið að segja okkur mikið á milli málsgreina, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir landið okkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband