... eru það ekki jólasveinar sem koma af fjöllum?
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Þessi fyrirsögn lýsir eflaust ástandinu afar vel og kannski til marks um að mbl.is ætli að fara að stunda alvöru blaðamennsku með ákveðnum spurningum og jafnvel sjálfstæðum fréttaskýringum. Það er vel.
Þetta vekur um leið spurningar um ráðherrana sem í hlut eiga. Það eru yfirleitt jólasveinar sem koma af fjöllum - ekki ráðherrar nema þeir séu ekki starfi sínu vaxnir. Fjármálaráðherra sem veit ekkert um hvað er að gerast í þeim hluta hagkerfisins sem er orðinn margfalt umfang ríkisins - tja er hann ekki hálfgerður jólasveinn sem ætti ef til vill bara að fara til fjalla aftur, fram að næstu jólum.
Ráðherrarnir koma af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.