Embætti er ekki einstaklingur

Það hryggði mig mjög að heyra svör þeirra og þá sérstaklega Ingibjargar Sólrúnar; það er eins og hún skilji ekki grundvallaratriði málsins. Þetta snýst ekki um persónu Björgvins G. eða það hvort hann sem einstaklingur er búinn að stands sig í starfi, né heldur um Árna M. Ef þeir tveir vissu ekki um Icesave reikningana þar sem lágu meiri peningar en ríkissjóður veltir og vissu ekki um þær ábyrgðir sem á Íslendingum hvíldu þá brugðust embættin - og þeir sem handhafar embættanna eiga að víkja fyrir hönd embættanna. Þeim hefði átt að vera gert aðvart um þetta af embættismönnum - sem þeir bera ábyrgð á; sú staðreynd að embættismennirnir brugðust fríar þá ekki ábyrgð, heldur þvert á móti. það eru fjölmörg dæmi um það í vestrænum ríkjum að ráðherrar segi af sér vegna klúðurs embættismanna - vegna þess að menn viðurkenna þessa ábyrgð sína.

Það getur verið beinlínis stórhættulegt ef menn skilja ekki þennan greinarmun sem er á embætti og þeirri persónu sem gegnir embættinu hveru sinni. Þannig er ráðherra sem slíkur ábyrgur, hægt er að fara í mál við ráðherra og ráðherra getur orðið skaðabótaskyldur, en það dettur engum í hug að sá einstaklingur sem í embættinu væri bæri persónulega ábyrgð og þyrfi t.a.m. að greiða skaðabætur úr eigin vasa. Nei ráðherra er í þessum skilningi eins og sjálfstæða persóna önnur og óháð persóna þeirri sem starfinu gegnir. En sá sem starfinu gegnir ber pólitíska ábyrgð - og nú er tími til kominn að menn axli þá ábyrgð og vil trúa því ennþá Ingibjörg Sólrún geti haft forgöngu þar um. Á því veltur hennar pólitíska framtíð.


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er alveg furðuleg meinloka hjá Íslendingum - að geta ekki greint á milli einstaklinga sem slíkra annars vegar - og þeirrar ábyrgðar á embættisfærslu sem þeir einstaklingar hafa tekist á hendur með því að taka viðkomandi embætti að sér hins vegar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband