Ekki króna til heimilanna í landinu!

Það er vart hægt að ímynda sér snautlegri ráðstafnir til að létta undir með heimilinum en kynntar voru á þessum blaðamannafundi. Rauði þráðurinn í þessu öllum saman - væntanlega kominn úr smiðju Geirs sem bara getur ekki hætt að vera fjármálaráðherra - er að þetta má ekki kosta krónu. Ekki eina krónu. Þetta snýst bara um að lengja í henginarólinni; það á að lána fólki fyrir verðbótunum og bæta þeim við lánin! Það á að borga baranabæturnar út örar, en ekki að hækka þær og það á ekki að taka þær uppí skuldir. En skattaskuldirnar munu standa eftir sem áður því þær eru þeirrar náttúru að fyrnast aldrei - ólíkt bankaskuldum sem getað tapað. Og svo á að afnema stimpilgjöld þegar fólk er að skuldbreyta vegna aðstæðna sem það réði engu um. Það má að vísu reyna að ljúga því að okkur að það 'kosti' eitthvað, en fólk hefði ekki þurft að skuldbreyta ef ekki hefði verið þetta bankaflipp þannig að það tekjutap ríkisins er bara plat. Svo ég stend við það - megin innihald þessara aðgerða er að þær máttu ekki kosta krónu.

Þetta ber að skoða í því ljósi að við munum þurfa að setja guð má vita hvað marga hundruði milljarða í að koma bankakerfinu á lappir aftur. Eitthvað af því munum við fá til baka, en kostnaðurinn verður mikill. Og rökin eru þau að þetta verði að gera, annars .... svo er einhver dulin hótun sem engin veit hver er.

En ættu ekki sömu rök að gilda um almenning. Hann er ekki síður auðlind og raunar miklu meiri en bankarnir. Ef mann fara umvörpum á hausinn, missa vinnu og húsnæði og hröklast til útlanda, tja hver á þá að borga reikninginn? Væri kannski ráð að taka einhverja milljaraða að láni til að tryggja að sem flestir missi sem minnst og geti þá með nokkurri reisn haldið áfram að vera borgunarmenn fyrir þær skuldir sem á okkur munu falla. Ég hefði haldið það

... og segi því enn og aftur: Hvar er Samfylkingin? Og Ingibjörg; það er ekki nóg að segjast skilja reiðina, það verður líka að bregðast við henni með talsvert meira afgerandi hætti en að tilkynna að barnabætur verði greiddar út 12 sinnum á ári en ekki 4 sinnum! Snautlegra gat það ekki verið. Þetta er ekki sú pólitíska forysta sem við erum að kalla eftir núna.


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst nú mesta rausnin vera ða hjálpa mönnum að losna við Range Roverana sína. Hvaðan kom sú gloría??

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Jú það er orðið svo mikið álag á Slökkviliðinu, skilst mér; hafa ekki undan að slökkva í Hummerum og þess háttar.

Ágúst Hjörtur , 14.11.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband