Gylfi hefur rétt fyrir sér

... með að það hefur orðið trúnaðarbrestur milli þjóðarinnar og stjórnarinnar og forystumenn ríkisstjórnarinnar hljóta að hafa skynjað það í síðasta lagi á borgrafundinum í Háskólabíó á mánudag.

... með að ríkisstjórnin verður að þjóðinni aðra hlið en við höfum séð síðustu vikurnar. Í því felst alveg sérstaklega að axla pólitíska ábyrgð, því fjármálahrunið íslenska varð á vakt þessarar ríkisstjórnar og hún verður að viðurkenna það í verki. Þetta er spurning um pólitísk ábyrgð, ekki perónulega.

... með að afsögn tveggja ráðherra, úr sitt hvorum stjórnarflokknum, væri yfirlýsing frá ríkisstjórninni um að hún væri að axla pólitíska ábyrgð.

... með að slík afsögn hefði minnst truflandi áhrif af þeim möguleikum sem eru í stöðinni. Þá getur ríkisstjórnin haldið áfram að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Ef þau gera þetta ekki, þá eru mun óánægja almennings halda áfram að vaxa og þá gæti svo farið að ríkisstjórnin þurfi að hröklast frá völdum. Það er alltaf miklu betra að reyna að stjórna undanhaldinu sjálfur.

Ég hef reyndar lýst þeirri skoðun minni hér að Geir eigi að segja af sér ásamt Björgvini - því Geir ber jú ábyrgð á Seðlabankanum og ætti að axla ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á því hræðilega klúðri sem einkavinavæðing bankanna var. Ég ráðlegg því forystumönnum ríkisstjórnarinnar að hlusta á hófsemdarmanninn Gylfa Arnbjörnsson að þessu sinni.


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband