Kastljósið fer á kostum

Sem betur fer er ekki búið að skera niður vefútsendingar hjá RÚV og ég var að horfa á Kastljósið sem enn einu sinni var alger snilld. "Ég er bara lítill kall í Hafnarfirði" sagði hann ungi maðurinn sem var búinn að reikna það út að það er alveg sama hvernig hlutirnir veltast hjá honum að hann kemur betur út með því að skila bara lyklunum tl bankans - sem allra fyrst. Ef þið sáuð ekki viðtalið - þá er það á vef RÚV.

Stóra fréttin - sem fréttastofa RÚV ætti auðvitað að taka fyrir, ef þar væri fólk sem hefði tíma til að vinna alvöru fréttaskýringar - er auðvitað sú að þetta er aðstaða sem einhverjir tugir þúsunda eru í núna á Íslandi. Það er eins og bankarnir og stjórnvöld reiði sig á það að fólk setjist ekki nður og reikni þetta út - hver fyrir sig. Það besta sem gæti gerst núna er að unga fólkið á Íslandi reikni sitt dæmi til enda og mæti svo bara með lyklana í þúsunda vís í bankana. Það er líklega það eina sem dugar til að fá yfirvöld til að ákveða að frysta verðbæturnar í þessu afar óvenjulega ástandi. Svo er hitt aftur langtíma verkefni að afnema þær; ég hef aldrei heyrt sannfærandi skýringu á því af hverju Ísland er nánast eina ríkið í heiminum sem er með þetta fyrirkomulag. Einhvern veginn er ég ekki alveg að trúa því að þetta sé besti kosturinn fyrir allan almenning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.