Árni Páll átti að krefjast afsagnar Davíðs

Þetta er að verða alveg skelfilegt uppá að horfa hvernig Samfylkingin virðist ekki hafa nokkur bein í nefinu þegar kemur að Seðlabankastjóra. Ingibjörg Sólrún búin að segja að hún vilji að Davíð hætti, en ekkert gerist. Svo mætir kallinn á fund og neitar að segja neitt nýtt og er bara með útúrsnúninga og hótanir um að koma aftur í pólitík. Árni Páll sem formaður nefndarinn átti að krefast afsagnar hans, nú eða leggja fram tillögu í þinginu sem beint er til forsætisráðherra að skipta um bankastjórn. Samfylkingin tapar ekki á því þótt Davíð snúi aftur í pólitík sem ég sé ekki betur en þegar sé orðið - hann mun bara kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður.


mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flest af því sem kemur fram hjá stjórnmálamönnum þessa dagana er bara kjaftæði og því fylgir enginn kraftur. Segja eitt og gera annað. Blekkingar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Furðuleg skrif hjá þér.  Árni Páll var eins og smábarn í þessu viðtali, kom ekki upp orði.

Ég held að þessi Samfylking þín hefði fyrir löngu síðan átt að vera hætt að stíga þennan dans með útrásarvíkingunum,  hvar er svo öll samstaðan, viðskiptaráðherra veit ekki neitt, ISG situr á 6 fundum þar sem henni er kynnt ástand bankamála en Björgvin þykist ekkert vita.  Össur bullar og þruglar á bloggheimum á nóttunni, þvílíkt lið.

Sigurður Sigurðsson, 4.12.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Ég tel að það eina sem gæti bjargað ríkissjórninni er ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir að fara í aðildarviðræður við ESB og setur stefnu á evruna.  Þá loks munu S og D ná saman fyrir alvöru í þessari ríkisstjórn og hafa eitthvað raunverulegt markmið ennað en hjakka í sma farinu.  Annars er hætt við að VG og D taki höndum saman og guð hjálpi okkur þá eða Allah.

Kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 5.12.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.