Foyrsta Samfylkingarinnar þarf að hlusta

... þegar fylgi meðal flokksmanna í Samfylkingunni er komið niður í 52%. Könnunin er nógu stór til þess að vera mjög marktæk. Forystan verður að fara að sýna einhverja forystu en ekki þennan doða og háflkák sem verið hefur undanfarnar vikur. Ekkert gerst með uppstokkunum í Seðlabankanum, engin rannsókn komin í gang, enginn búinn að viðurkenna fyrir hönd flokksins þá ábyrgð sem hann hlýtur að bera fyrir síðusta hálft annað ár. Við erum mörg búin að kalla eftir afdráttarlausari aðgerðum. Vonandi stuðlar þessi könnun að því að einhverjir fari að hlusta og sýna hvortveggja meiri auðmýkt og meiri ákveðni.

Ég ítreka það sem ég skrifaði fyrir bráðum mánuði síðan Nú þarf pólitíska forystu Samfylkingarinnar.


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju vill Ingibjörg ekki að Davíð fari ? Hún þarf ekki annað en að hóta stjórnarslitum en já það er stórt EN

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Kjósandi

Segum sem svo að Samfylkingin hóti stjórnarslitum eins og líklega Davíð er að reyna að fá fram.

Ekkert gerist og Davíð situr áfram. 

Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfinu.

 Geir og Davíð koma fram og segja að Samfylkingin sé ónothæfur hentistefnuflokkur og býður Framsókn og Frjálslyndum í ríkisstjórn.

Þessi þrír flokkar stýrðu síðan ríkisstjórn næstu 30 mánuðina því þeir væru að bjarga þjóðinni út úr stórhættulegri evrópustefnu Samfylkingarinnar.

Er það þetta sem þú vilt að komi eftir stjórnarslit?

.

Kjósandi, 5.12.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Pax pacis

Það er nú svosem ekki gott að segja hvað Framsókn og Frjálslyndir myndu gera. Framsókn hefur sýnt það, t.d. í borginni, að þeim er til alls trúandi og Frjálslyndir eru eins og Framsókn að þurrkast út. Samstarf við Sjálfstæðisflokk gæti því orðið örþrifaráð en mér fyndist þó líklegra að þingmannafylgi þeirra myndi klofna í slíku samstarfi og því ekki nægja til stuðnings við ríkisstjórn. Auk þess held ég að almenningur myndi gersamlega rísa upp á afturlappirnar ef slíkt gerðist.

Nei, ég held að DBF sé ekki líklegt mynstur. B mun fara siðbótaleiðina og endurnýja sig. F verður óbreyttur eða klofnar. Samfylkingin er eina von Sjálfstæðismanna.

Spurningin er bara: Hvað er Samfylkingin að bralla? Af hverju viðhalda þau þessu handónýta stjórnarsamstarfi. Ingibjörg hefur reyndar ýjað að því að hún vilji klára kjörtímabilið á meðan aðrir þingmenn flokksins hafa reifað kosningar í vor.

Það hefur marg komið fram að Ingibjörg og Geir eru límið í stjórnarsamstarfinu en hvað er hafa þau á ráðherra sína sem heldur þeim við stjórnvölinn. Og hvers vegna samþykkja allir þingmenn Samfylkingar þetta, með semingi þó. Hefur Ingibjörg sagt þeim eitthvað? Af hverju getur hún þá ekki sagt okkur það?

Pax pacis, 6.12.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.