Réttlæti sem sannleikur
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Ég var að eignast nýjan bloggvin Vefritið og þar er að finna þessa grein um BA ritgerða Björgvins G. Hafði ekki hugmynd um að Björgvin G. væri heimspekimenntaður og hefði þar að auki skrifað um réttlætiskenningar Rawls og vitnað þar með velþóknun í Þorstein Gylfason.
Fyrir margt löngu skrifaði ég grein um um réttlætiskenningu Rawls í rit tileinkað Þorsteini Gylfasyni og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þakka Þorsteini með þessu hætti að hafa kynnt mig fyrir stjórnmálaheimspekinni. Svo nú er vert að halda réttlætiskenningu Þorsteins Gylfasonar á lofti - en í einni setningu er hún á þá leið að réttlæti er það að sannleikurinn um mann fái að koma fram, helst allur sannleikurinn. Þetta ætti bankamálaráðherrann að hafa í heiðri þessa dagana - um sjálfan sig og ekki síður um aðra sem í kringum hann eru:
Réttlæti er það að sannleikurinn um mann fái að koma fram, helst allur sannleikurinn! Þetta held ég séu einkunnarorð við hæfi á þessum tímum og sérhver sá stjórnmálamaður sem vinnur í anda þeirra er maður að meiri. Fram til þessa hefur ekki einn einasti ráðherra eða ráðamaður í viðskiptum eða stjórnsýslu haft þetta í heiðri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Athugasemdir
Góð ábending þetta. Ekkert réttlæti án sannleika og ekkert líf án dauða. Allt hangir þetta saman á einn eða annan hátt.
Dunni, 10.12.2008 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.