Góður fundur - endurnýjun Samfylkingarinnar er vonandi hafin

Ég er örugglega ekki einn um það að taka almennt ekki mikið virkan þátt í starfi þess stjórnmálaflokks sem ég þó tel mig tilheyra. Ég tók stoltur þátt í að stofna Samfylkinguna á sínum tíma og síðan hef ég látið nægja að greiða árgjaldið mitt  - nema hvað ég hef mætt á landsfund einmitt til að velja nýjan leiðtoga.

En ég fór á fund Samfylkingarinnar í kvöld til að ákveða hvort ég ætti að segja mig úr flokkunum eða ekki. Mér til mikillar ánægju uppgötvaði ég eitthvað sem mig svo sem grunaði - að það hefur myndast merkileg gjá; annars vegar forysta Samfylkingarinnar og þingmenn og hins vegar eru allir hinir flokksmennirnir. En í kvöld gat ég ekki betur séð en á fundinum væru flestir þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík og ég treysti því að þeir vinni í anda þess skýra vilja sem fram kom á fundinum. Ef þeir gera það ekki, nú þá stend ég aftur frammi fyrir þeirri spurningu innan fárra daga hvort ég eigi að segja mig úr flokknum eða ekki. Munurinn er sá að þá veit ég að ég verð síður en svo einn í þeim vangaveltum.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband