Gjáin milli flokksmanna og forystu Samfylkingarinnar staðfestur í skoðanakönnun

Það sem mbl.is virðist orðið næsta lamaður - þá birti ég hér frétt af vef RÚV þar sem fram kemur að ekki bara hrynur fylgið af Samfylkingunni, heldur hafa 2/3 þeirra sem þó styðja Samfylkinguna snúið baki við ríkisstjórninni. Tölurnar tala sínu máli - en vonin felst auðvitað í því að hægt er að bregðast við þessu og stærsti hópurinn er óákveðnir og óánægðir.

Af vef rúv:

Ný könnun:Fylgi Samfylkingar hrynur

Fylgi Samfylkingarinnar hrynur í tæp 17% samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Framsóknarflokkur bætir verulega við sig og mælist rétt stærri en Samfylkingin. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samtals með 41% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Markaðs- og miðlarannsókna.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist hinsvegar aðeins 24%. Ríflega 90% Sjálfstæðismanna styðja stjórnin en aðeins þriðjungur Samfylkingarmanna. Fylgi Vinstri grænna mælist 28%, Sjálfstæðisflokksins rúm 24%, Samfylkingar tæp 17% en Framsóknar ríflega 17%. Frjálslyndir mælast með 3% og Íslandshreyfingin 2%.

Framsóknarflokkurinn fær 13% á höfuðborgarsvæðinu en 24% á landsbyggðinni. Tæp 8% sögðust vilja kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast.

Könnunin var gerð í gær og fyrradag. 1750  svöruðu. 58% tóku afstöðu. 24% sögðust óákveðin, 11% ætluðu að skila auðu og 3% ætla ekki að kjósa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband