Afar góðar fréttir

Það er mjög jákvætt ef umrót og þrýstingur undanfarinnar vikna fær því áorkað sem ekki hefur tekist um þriggja áratuga skeið - þrátt fyrir nokkrar tilraunir - að ráðast í að semja nýja stjórnarskrá frá grunni. Meginástæðan er sú að stjórnmálamennirnir sjálfir hafa ekki getað komið sér saman um nýjar leikreglur. Þess vegna er svo mikilvægt að settar verði nýjar leikreglur af hæfu fólki sem valið er sérstaklega til þess verkefnis - og það má ekki vera hið sama fólk og tekur þátt í hinum pólitíska leik. Því er mikilvægt að Alþingi geti ekki stöðvað þá stjórnarskrá sem slíkt þing leggur til - ef þjóðin er hinni nýju stjórnarskrá sammála. Jafnaðarmenn í öllum flokkum verða nú að leggjast á eitt um að útfærslan verði þannig að núverandi ójöfnuður atkvæða komi ekki í veg fyrir að Ísland eignist nýja stjórnarskrá.


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

En af hverju ekki að nýta þá leið sem að gamla stjórnarskráin býður upp á? Alþingi samþykkir breytingar á gömlu stjórnarskránni, svo er kosið og nýskipað alþingi staðfestir breytingarnar? Hvað er að því? Og hver segir að nokkur þurfi að fara eftir nýju stjórnarskránni?

Jóhann Pétur Pétursson, 29.1.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband