Brandari eða yfirbreiðsla?
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Þessi ummæli eins reyndasta saksóknara í efnahagsbrotamálum hljóta að kalla á spurningu sem er svolítið óþæileg fyrir síðustu ríkisstjórn og þá Sjálfstæðismenn sérstaklega sem fóru með þennan málaflokk. Hvort voru þeir menn sem ákváðu - eftir hreint ótrúlega umþóttunartíma - að hafa embættið, umsvif þess og fyrirkomulag með þeim hætti sem ákveðið var a) skelfilega einfaldir og því ekki starfi sínu vaxnir, eða b) beinlínis og vitandi vits að gera rannsóknina eins máttlitla og mögulegt er.
Ef svarið er a), þá getum við þó glaðst yfir því að þeir eru ekki lengur í aðstöðu til að ráða þessum málum og við erum a.m.k. komin með faglegan erlendan ráðgjafa - sem vonandi leiðir til þess að ráðinn verði alvöru saksóknari með alvöru reynslu við hliðina á þessum prúða pilti ofan af Skaga. Ef svarið er b), þá verður bara enn meira sem embætti hins sérstaka saksóknara þarf að rannsaka.
Gagnrýnir fámenna rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.