Ár Andra, Ómars og umhverfisins

Þjóðin hefur talað í sinni árlegu kosningu á Rás 2: Ómar Ragnarsson maður ársins og ekki langt á eftir kom Andri Snær. Þessir tveir menn hafa átt ríkan þátt í að breyta umræðunni um umhverfismál á Íslandi og færa nær þjóðinni. Og þjóðin og ég höfum lesið, hlustað og lært eitthvað. M.a.s. forsætisráðherrann hefur numið tóninn í þjóðinni og lofar að ekki verði reist annað eins stórvirki og Kárahnjúkavirkjum. Gott hjá Geir, en það væri nú líka erfitt að finna aðstæður á Íslandi þar sem hægt væri að toppa Kárahnjúka. Það er góð tilfinning að fara inn í áramótin að vera sammála þjóðarsálinni - nú er nóg komið í virkjunum og í framtíðinni förum við að gera eitthvað allt annað.

Hvað það verður veit nú enginn, því eftir að hafa hlustað á stjórnmálaleiðtogaspjall í útvarpinu veit maður ekki annað en það verður líkast lífleg kosningabarátta í vor. Sú hugmynd kom upp í spjalli á Rás 2 að Steingrímur Joð og Guðni Ágústsson stofnuðu íslenskuskóla fyrir innflytjendur og kenndu þeim kjarnyrt og gott mál, gott ef ekki nor(ð)lensku í kaupbæti. Fannst það besta hugmyndin í spjallinu. Það er kominn tími á endurnýjum bæði í stjórn og stjórnarandstöðu: Afhverju setjum við ekki hámark á það hvað menn geta verið lengi á þingi og lengi ráðherrar. Gætum haft þetta rausnarlegt - segjum 12 ár eða jafnvel 16 ár - en það á enginn að gera þjóðinni sinni það að vera sífellt að segja henni hvað henni sé fyrir bestu. Jafnvel þótt með sé mælskir og skemmtilegir eins og þeir Steingrímur og Guðni.

Þegar rökkrið færist yfir á þessum síðasta degi ársins óska ég þjóðinni til hamingju með nýja umhverfisvitun. Kannski góða veðrið - sem við vitum í hjarta okkar að er ekki "eðlilegt" þótt við gleðjumst öll yfir hlýindunum - minni okkur á að við þurfum að taka okkur sjálf á í umhverfismálum en ekki síður að láta rödd okkar heyrast með kröftugum hætti á alþjóðlegum vettvangi. Annars verður enginn ís eftir á Íslandi í lok þessarar aldar.

Gleðilegt ár.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1244569


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband